fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Bubbi áhyggjufullur: „Við verðum að snúa vörn í sókn“

Fjallar um stöðu íslenskrar tungu

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 9. júní 2017 10:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er sjálf okkar, innsti kjarninn, rót menningar okkar að veði. Við verðum að snúa vörn í sókn,“ segir tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens í kraftmiklum pistli um stöðu íslenskrar tungu.

Pistillinn, sem ber yfirskriftina Setjum hjartað í málið, birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar lýsir Bubbi áhyggjum sínum af íslenskri tungu sem hann segir að eigi undir högg að sækja.

„Oh my goodness“

„Tölvur, snjallsímar, bíó og sjónvarp með enskuna að vopni brjóta niður varnir íslenskunnar án erfiðleika. Æ fleira ungt fólk í tónlistarheiminum kýs að syngja á ensku en sem betur fer kjósa margir enn þá að syngja og rappa á íslensku,“ segir Bubbi sem rifjar upp að yngsta dóttir hans, sem er 5 ára, hafi hrópað upp yfir sig:
„Oh my goodness“ öðru hvoru þar til hann sagði henni að hrópa í staðinn: „Guð minn góður“. Bubbi segir að þetta hafi virkað og þegar henni sé mikið niðri fyrir noti hún íslenskuna frekar en enskuna.

Virðingarleysi

Bubbi bendir á að heimurinn sé ekki lengur svo stór og í raun ekki stærri en síminn í lófanum á okkur.

„Hvernig væri að hin ofsaríku útgerðarfyrirtæki, sem hafa mokað milljörðum upp úr hafinu árum saman, settu ásamt íslenskum stjórnvöldum peninga í það verkefni að bjarga íslenskunni?“

„Þar eru stjórntækin enskumælandi, leikirnir, textinn, allt er á ensku. Meðan íslenskan er að berjast fyrir lífi sínu í brimboðum enskunnar hafa menn slökkt á vitanum. Það sést ekki til lands. Æ fleiri fyrirtæki í græðgisbríma kasta íslenskunni. Í veitingahúsabransanum er það að verða þannig að þjónar tala ekki íslensku, matseðlar eru á ensku, staðirnir bera ensk nöfn. Í fjármálageiranum fara fyrirlestrar fram á ensku. Það nýjasta nýja er að Flugfélagi Íslands varð brátt í brók og skírði kúkinn Air Iceland Connect. Virðingin fyrir sögunni, arfleifðinni, tungumálinu var ekki meiri hjá þessu gamalgróna fyrirtæki.“

Berum öll ábyrgð

Bubbi metur það þannig að mikilvægara sé að setja peninga í að íslenska tölvur en að grafa göng. „Hvernig væri að hin ofsaríku útgerðarfyrirtæki, sem hafa mokað milljörðum upp úr hafinu árum saman, settu ásamt íslenskum stjórnvöldum peninga í það verkefni að bjarga íslenskunni?“

Bubbi endar pistilinn á því að segja að við þurfum á íslenskunni að halda og íslenskan þurfi á okkur að halda. „Þú berð ábyrgð. Við berum ábyrgð á að tungumálið okkar lifi. Setjum hjartað í málið.“

Pistilinn má lesa í heild sinni hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð