fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Hamingjuvísir Heiðrúnar og Hrefnu

Hamingja Íslendinga í skemmtilegum búningi

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 24. júní 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar Heiðrún Ólafsdóttir og Hrefna Guðmundsdóttir gáfu nýlega út bókina „Why Are Icelanders So Happy?“, þar sem þær setja fram á léttan og skemmtilegan hátt hvað það er sem gerir okkur að þriðju hamingjusömustu þjóð í heimi. Bókinni er beint að ferðamönnunum sem sækja landið heim, en hún á þó erindi við okkur öll, því hvað er betra en að kynna sér hamingjuna og auka hana með öllum ráðum.

„Hrefna kom með hugmyndina að bókinni og við fórum að skoða hvað það er sem gerir okkur svona hamingjusöm og ákváðum að færa það til ferðamannanna sem hingað koma,“ segir Heiðrún, en ekki leið langur tími frá því að hugmyndin fæddist og þar til bókin var tilbúin. „Þetta gerðist mjög hratt, enda var hugmyndin góð.“

Hrefna er félagssálfræðingur og er búin að kynna sér hamingjuna í nokkur ár, bæði í jákvæðri sálfræði og hamingjufræðum, auk þess sem hún hefur haldið úti vefsíðunni hamingjuvisir.is um nokkurra ára skeið. Hrefna tók því að sér fræðilega hlutann, en Heiðrún, sem starfar sem rithöfundur og þýðandi tók að sér textann. Heiðrún vinnur nú að þýðingu erlendrar skáldsögu og er að leggja lokahönd á eigin ljóðabók sem væntanleg er í haust, en áður hefur hún sent frá sér eina skáldsögu og nokkrar ljóðabækur.

„Hugsaðu minna, lifðu meira“ – Guðbjörg, 48 ára

Íslendingar koma vel út í hamingjurannsóknum

„Það var einhver sem sagði að við værum kannski svona hamingjusöm af því að við værum svo lygin. Við byggjum hins vegar bókina á niðurstöðum hamingjurannsókna sem við höfum skorað hátt í undanfarin ár og förum aðeins í gegnum hvað það er sem gerir okkur hamingjusöm og af hverju við erum svona hamingjusöm. Hvað gerir það að verkum að við skorum svona hátt í þessum rannsóknum. Við setjum upplýsingarnar fram á léttan og skemmtilegan hátt,“ segir Heiðrún og bætir við að Íslendingar hafi tekið bókinni mjög vel. „Bókin á að höfða bæði til útlendinga og Íslendinga þó að hún sé skrifuð á ensku og meginmarkhópurinn sé ferðamenn. Það má segja að Gullfoss og Geysir hafi náð sínum hápunkti, heimurinn þolir aðeins ákveðið mikið af því. Við erum í öðrum pælingum, við erum svolítið spes þjóð. Ferðamenn sem koma hingað nefna oft fólkið og andann sem svífur yfir vötnum,“ segir Heiðrún.

Kápa bókarinnar er létt og skemmtileg.
Hamingjuvísir Kápa bókarinnar er létt og skemmtileg.

Sérfræðingar í hamingju eru álitsgjafar

Í bókinni má finna ráð frá nokkrum álitsgjöfum sem allir koma úr innsta hring Heiðrúnar og Hrefnu, eins og til dæmis faðir Heiðrúnar, Ólafur Sveinsson, þjónn og fjallagarpur, sem fagnaði sjötugsafmæli sínu í fyrra. „Það gildir í þessu eins og mörgu öðru að hafa skal það sem hendi er næst,“ segir Heiðrún. „Við tölum við sérfræðinga í hamingjunni, en eins og við segjum í bókinni þá eru þeir skilgreindir sem venjulegir Íslendingar.“

Álitsgjafarnir eru af báðum kynjum, á aldrinum 14 til 93 ára, búa bæði í sveit og borg og í bókinni má finna tilvitnanir frá þeim um í hverju hamingjan er fólgin.

Vinir skipta okkur miklu máli eins og sjá má af tveimur tilvitnunum álitsgjafa: „Ég er hamingjusamur þegar ég er með vinum mínum,“ segir Arnaldur, 14 ára, og „Ég er hamingjusöm þegar ég hugsa um vini mína,“ segir Margrét, 93 ára.

Vinir eru eitt af því sem gerir okkur hamingjusöm og þær stöllur eru miklar vinkonur.
Brugðið á leik Vinir eru eitt af því sem gerir okkur hamingjusöm og þær stöllur eru miklar vinkonur.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hamingjuaukandi æfingar

Í bókinni sem fæst í helstu bóka- og ferðamannabúðum má meðal annars finna hamingjuaukandi æfingar. „Við viljum setja fræðin í samhengi við daglegt líf því það eru venjulegir Íslendingar sem svara þessum spurningum, þess vegna fáum við þetta háa skor. Við viljum vera upplýsandi, skemmtilegar og gefa fólki tækifæri á að auka eigin hamingju með léttum æfingum.“

Heiðrún og Hrefna geisla af heilbrigði og hamingju og í nýrri bók þeirra leitast þær við að finna svarið við hvað gerir Íslendinga hamingjusama.
H-in tvö Heiðrún og Hrefna geisla af heilbrigði og hamingju og í nýrri bók þeirra leitast þær við að finna svarið við hvað gerir Íslendinga hamingjusama.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“