fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Anna Lísa Hallsdóttir er tvífari Zöru Larsson

Hin sænska Larsson á leið til Íslands

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 24. júní 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska söngkonan Zara Larsson mun halda tónleika í Laugardalshöll í október næstkomandi og af því tilefni var leitað að tvífara hennar á Íslandi. Eftir Facebook-leik er hann fundinn: Anna Lísa Hallsdóttir, 13 ára nemi í Varmárskóla.

„Mamma „taggaði“ mig í leikinn í gríni,“ segir Anna Lísa, ánægð með að hafa verið valin þrátt fyrir að vera ekki gallharður aðdáandi Zöru Larsson. „Ég er ekki mikill aðdáandi, en veit auðvitað hver hún er, hef hlustað á lögin hennar og er að fara á tónleikana.“

Mynd: Mummi Lú

Í lok maí var auglýst eftir tvífara Zöru Larsson á Íslandi í færslu á Facebook-síðu Senu og bauðst fólki að merkja þá stúlku í skilaboðum sem því þótti líkjast Larsson. Stúlkunum sem tilnefndar voru var boðið í lazertag og pítsuveislu í Skemmtigarðinum í Grafarvogi. Í kjölfarið kom myndband af þeim öllum og mynd af hverri og einni. Síðan tók við kosning á Facebook um hver þeirra væri líkust Larsson og stóð Anna Lísa Hallsdóttir uppi sem sigurvegari.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=ubfM46mofTg?rel=0&hd=1&wmode=transparent]

„Það var tekið upp myndband af okkur í Skemmtigarðinum, síðan fengum við allar númer og fólk gat síðan valið á Facebook hver okkar væri líkust Zöru,“ segir Anna Lísa. „Ég fór síðan í „make-over“ fyrir viku og Ásgeir sá um að greiða mér, farða og velja fötin. Þetta var bara skemmtilegt og vinkonunum líst vel á þetta.“ Það var Ásgeir Hjartarson hárgreiðslumeistari sem sá um að greiða, farða og velja fötin á Önnu Lísu. Hann er eigandi Hairbrush ásamt konu sinni, Bergþóru Þórsdóttur förðunarfræðingi, auk þess sem þau reka MASK – Makeup & Airbrush Academy.

Þetta er þó ekki frumraun Önnu Lísu fyrir framan myndavélarnar, því hún hefur verið fyrirsæta í hárbók. Með skólanum er Anna Lísa í dansi. Faðir hennar, Hallur Már, starfar á Mbl.is og afi hennar er einn kunnasti fjölmiðlamaður landsins, Hallur Hallsson. Aðspurð hvort hún sé búin að ákveða hvað hún ætlar að vinna við í framtíðinni og hvort að hún muni jafnvel feta í fótspor föður síns og afa segist hún ekki viss. Enda nægur tími til að ákveða það fyrir unga stúlku.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=HN4QvzdrO4A?rel=0&hd=1&wmode=transparent]

Hver er Zara Larsson?

Sænska söngkonan og lagahöfundurinn Zara Maria Larsson er fædd 16. desember 1997 í Stokkhólmi. Hún vakti fyrst athygli á tónlistarsviðinu þegar hún vann hæfileikakeppnina Talang 2008, þá tíu ára gömul. Hún fékk seinna inngöngu í Adolf Fredrik’s tónlistarskólann, en hafnaði því boði þar sem hún ætlaði að eigin sögn ekki að syngja í kór. Yngri systir hennar, Hanna, er einnig söngkona og meðlimur í hljómsveitinni Hanna & Andrea.

Larsson hefur gefið út tvær plötur. Sú fyrri „Introducing“ kom út í janúar 2013 og fór lagið „Uncover“ í fyrsta sæti vinsældalista í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Í júlí sama ár var platan orðin þreföld platínuplata í Svíþjóð. Á plötunni „So Good“, sem kom út í mars á þessu ári, vinnur hún með listamönnum á borð við Ed Sheeran, Clean Bandit og Ty Dolla $ign.

Zara Larsson vakti fyrst athygli fyrir söng aðeins 10 ára gömul. Hún hefur því verið í sviðsljósinu helming ævinnar, en hún verður tvítug í desember næstkomandi.
Í sviðsljósinu hálfa ævina Zara Larsson vakti fyrst athygli fyrir söng aðeins 10 ára gömul. Hún hefur því verið í sviðsljósinu helming ævinnar, en hún verður tvítug í desember næstkomandi.

Verðlaunuð og vinsæl

Larsson kom fram bæði á setningar- og lokaathöfn Evrópumeistarakeppninnar í fótbolta 2016 og söng hún í lagi David Guetta „This One’s For You“ sem var opinbert lag keppninnar. Zara var tilnefnd í ár til tvennra BRIT-verðlauna og NME-verðlauna sem „besti nýi listamaðurinn.“ Þrjú ár í röð, 2015–2017, hefur hún verið tilnefnd til verðlauna á Grammis, sem eru hin sænsku Grammy-verðlaun, og í ár var hún valin listamaður ársins. Hún er einnig komin á lista Time Magazine yfir 30 áhrifamestu táninga heims. Mörg laga hennar eru með nokkur hundruð milljón spilanir á Spotify og Youtube og má þar nefna lögin „So Good“, „Lush Life“, „Symphony“ og „Never Forget You“, en myndbandið við síðastnefnda lagið er tekið upp á Íslandi.

Zara Larsson er aðeins 19 ára, en þegar orðin stjarna.
Sænsk stjarna Zara Larsson er aðeins 19 ára, en þegar orðin stjarna.
Ásgeir Hjartarson hjá Hairbrush sá um að hár og förðun væri í stíl Zöru Larsson.
Hver lokkur á sinn stað Ásgeir Hjartarson hjá Hairbrush sá um að hár og förðun væri í stíl Zöru Larsson.

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Það getur verið kúnst að farða.
Augnskugginn settur á Það getur verið kúnst að farða.

Mynd: Mummi Lú

Ásgeir er einstaklega fær í sínu fagi.
Lokkaflóð Ásgeir er einstaklega fær í sínu fagi.

Mynd: Mummi Lú

Það eru ýmis trikk notuð til að hárið líti vel út.
Hárkúnst Það eru ýmis trikk notuð til að hárið líti vel út.

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Anna Lísa er spegilmynd af Zöru sjálfri, enda lík henni.
Spegilmynd Anna Lísa er spegilmynd af Zöru sjálfri, enda lík henni.

Mynd: Mummi Lú

Hatturinn er punkturinn yfir útlitið.
Hatturinn kominn á Hatturinn er punkturinn yfir útlitið.

Mynd: Mummi Lú

Ásgeir og Anna Lísa eru ánægð með afraksturinn.
Ánægð með útlitið Ásgeir og Anna Lísa eru ánægð með afraksturinn.

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Fötin skapa manninn segir máltækið, í þessu tilviki tvífarann, og fötin frá Cornershop sjá um það.
Stíllinn hennar Zöru Fötin skapa manninn segir máltækið, í þessu tilviki tvífarann, og fötin frá Cornershop sjá um það.

Mynd: Mummi Lú

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“