fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Sósíalistaforingi selur glæsilegt einbýlishús: 125 milljónir – Sjáðu myndirnar

Húsið var kosið það fallegasta í Reykjavík árið 1973

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. júní 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Egilsson, fjölmiðlamaður og stofnandi Sósíalistaflokksins, og eiginkona hans, Alda Lóa Leifsdóttir, hafa sett glæsilegt einbýlishús sitt við Fáfnisnes 3 á sölu. Ásett verð er 125 milljónir króna, en þetta fallega hús, sem byggt var árið 1969, er 244 fermetrar.

Í sölulýsingu kemur fram að húsið hafi verið endurnýjað mikið að innan, en það var teiknað af Þorvaldi S. Þorvaldssyni arkitekt. Þá segir að húsið hafi verið kosið fegursta hús Reykjavíkur árið 1973, nokkrum árum eftir að það var byggt.

Á vef mbl.is kemur fram að Gunnar Smári og Alda Lóa hafi fest kaup á húsinu síðasta haust, en þá var það búið að vera í eigu tveggja aðila allt frá upphafi.

Í apríl var greint frá því að Gunnar Smári hygðist stofna Sósíalistaflokkinn, en áður hafði Gunnar starfað sem útgefandi Fréttatímans. Hann hætti störfum á blaðinu í byrjun aprílmánaðar. Flokkurinn var stofnaður 1. maí síðastliðinn en á vefsíðu flokksins segir:

„Sósíalistaflokkur Íslands er flokkur launafólks og allra þeirra sem búa við skort, ósýnileika og valdaleysi. Andstæðingar Sósíalistaflokks Íslands eru auðvaldið og þeir sem ganga erindi þess.“

Óhætt er að segja að húsið sem Gunnar Smári og eiginkona hans selja sé glæsilegt, en í því eru fimm svefnherbergi, tvær stofur og tvö baðherbergi. Þá er rúmgóður tvöfaldur bílskúr, 40 fermetra geymslurými undir húsinu og fallegur og gróinn garður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“