fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Aron Einar dásamar eiginkonuna: „Hún er minn besti vinur og það er mikilvægt“

Gekk að eiga Kristbjörgu á laugardag – Gefur ungum knattspyrnuiðkendum frábær ráð

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 22. júní 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, er í einlægu viðtali í Akureyri vikublaði.
Þar ræðir Aron meða annars um lífið í Cardiff, landsliðið og fjölskylduna en hann gekk að eiga unnustu sína, Kristbjörgu Jónasdóttur, í Hallgrímskirkju á sjálfan þjóðhátíðardagin.

Hlý og góð manneskja

Þegar Aron er spurður hvað það hafi verið við Kristbjörgu sem heillaði hann nefnir hann persónuleikann. „Og útlitið náttúrlega líka. Kristbjörg er hlý og góð manneskja sem hefur látið mig þroskast. Við erum virkilega hamingjusöm saman. Hún er minn besti vinur og það er mikilvægt. Við njótum lífsins saman, horfum á þætti eða myndir og svo hef ég alltaf jafn gaman af því að fylgjast með handbolta. Síðan ég kynntist Kristbjörgu hefur mataræðið verið mun betra en það var. Sem er gott. Maður þarf að pæla meira í matnum eftir því sem maður eldist. Það er hægt að lengja ferilinn með hollustu,“ segir Aron í viðtalinu en Kristbjörg er sem kunnugt er einkaþjálfari.

„Sjálfstraust og trúin á að maður sé nógu góður til að vinna andstæðinginn er ómetanleg,“ segir Aron.
Ákveðinn „Sjálfstraust og trúin á að maður sé nógu góður til að vinna andstæðinginn er ómetanleg,“ segir Aron.

Mynd: EPA

Falleg stund

Eins og fyrr segir gengu Aron og Kristbjörg í hjónaband á laugardag og segir Aron að ekki hafi annað komið til greina en að ganga í það heilaga á Íslandi.„Okkar fólk er hér, vinir okkar og fjölskylda,“ segir hann og viðurkennir að bónorðið hafi verið falleg stund.

„Við vorum tvö ein heima fyrstu jólin okkar saman. Þetta var bara falleg og notalegt stund.“

Sjálfstraustið ómetanlegt

Í viðtalinu er Aron Einar einnig spurður hvaða ráð hann getur gefið ungum knattspyrnuiðkendum. Ekki stendur á svörum frá landsliðsfyrirliðanum.

„Það er að halda ótrauð áfram. Það hugarfar hefur fleygt mér þetta langt á þeim tíma sem ég hef verið atvinnumaður. Svo verður hausinn að vera í lagi, það er í raun mikilvægara en tæknileg geta. Svo skiptir máli að trúa á sjálfan sig. Sjálfstraust og trúin á að maður sé nógu góður til að vinna andstæðinginn er ómetanleg,“ segir hann og viðurkennir að hann taki hlutverk sitt sem fyrirmynd ungra krakka alvarlega.

„Ég man alveg hvernig það var þegar maður leit sjálfur upp til sinna uppáhaldsfótboltamanna og reyndi að þróa lífið og ferilinn í þeirra átt. Ég geri mér fullkomlega grein fyrir að maður er fyrirmynd í hugum einhverra og vona að ég sé jákvæð fyrirmynd. Ef minn ferill getur hjálpað einhverjum þá er það frábært.“

Hér má lesa viðtalið við Aron Einar í heild sinni

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð