fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Guðbjörg rifjar upp vandræðalegt símtal til móður sinnar: „Símtalið, sem tók í mesta lagi 30 til 40 sekúndur, er það skrítnasta sem ég hef hringt“

Guðbjörg Gunnarsdóttir kynntist kærustunni í Svíþjóð

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 20. júní 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir ættu að kannast við Guðbjörgu Gunnarsdóttur en hún er markmaður íslenska A-landsliðsins í fótbolta. Guðbjörg, sem er fædd árið 1985, byrjaði ung í fótbolta, og er nú á hátindi ferilsins. Það er kannski engin furða hvað hún hefur náð langt. Guðbjörg er mjög metnaðargjörn og leggur mikið á sig til að halda sér í toppformi. Á milli þess sem Guðbjörg spilar fótbolta nýtur hún þess að eyða verja tímanum með kærustunni sinni, Miu Jalkerud, elda góðan mat og ferðast um heiminn. Þá er Guðbjörg, sem er búsett í Stokkhólmi, farin að leggja drög að lífinu „eftir boltann.“

Guðbjörg var í viðtali í síðasta helgarblaði DV og þar kom margt athyglisvert fram. Meðal annars ræddi hún samband hennar og Miu Jalkerud. Hér að neðan birtist brot úr viðtalinu:


Kynntist ástinni í Svíþjóð

Þegar Guðbjörg flutti til til Stokkhólms árið 2009 var hún í sambandi með strák. Þau hættu saman og í framhaldinu var hún einhleyp til ársins 2012, en þá kom Mia inn í líf hennar. Mia er atvinnumaður í fótbolta en þær kynntust þegar Mia var keypt til Djurgården, sama liðs og Guðbjörg spilar með.

„Hún átti líka kærasta og við höfðum hvorugar verið með stelpu áður. Þetta gerðist bara. Fyrst urðum við ótrúlega góðar vinkonur. Síðan fann ég að ég var orðin skotin í henni. Það var ótrúlega skrítið. Ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti orðið skotin í stelpu. En ég var kolfallin fyrir persónuleika hennar og þá skiptir minnstu hvort viðkomandi er stelpa eða strákur. Þannig sé ég það að minnsta kosti núna.“

Nokkrum vikum síðar, í partíi hjá sameiginlegum vinum, játuðu þær fyrst tilfinningar sínar fyrir hvor annarri. „Mér fannst þetta auðvitað skrítið en á sama tíma svo eðlilegt. Ég var orðin ástfangin af stelpu. Ég vil taka það skýrt fram að ég skammaðist mín ekkert. Ég hafði einfaldlega aldrei séð mig fyrir mér í þessum sporum. Ég hafði verið hrifin af þeim strákum sem ég hafði verið í sambandi með. Það tók smá tíma að átta sig á þessu.“

Guðbjörg og Mia földu sambandið fyrir öðrum fyrstu mánuðina eftir að þær byrjuðu saman. „Við vorum að átta okkur á öllum þessum tilfinningum og vildum ekki segja neitt fyrr en við værum 100 prósent vissar um þetta. Það kom aldrei til greina að fela neitt. Við vorum einfaldlega óvissar í byrjun hvað í ósköpunum var í gangi.“
Þegar komið var að því að opinbera sambandið viðurkennir Guðbjörg að hún hafi verið mjög stressuð. Fyrsta manneskjan sem hún sagði frá sambandinu var Dóra María, æskuvinkona hennar og samherji í íslenska landsliðinu.

„Hún þekkti alla kærastana mína í Verzló og vissi allt um mig. Þess vegna var ég alveg að tryllast úr stressi þegar ég loksins kom þessu frá mér. Ég sagði Dóru að ég væri hrifin af stelpu og ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera. Auðvitað var hún sultuslök yfir þessu og hló að mér.“

Neyðarlegt símtal

Guðbjörg á gott samband við foreldra sína og systkini. Þó svo að þau búi ekki í sama landinu hefur hún vanið sig á að tala við foreldra sína á Facetime á hverju kvöldi. „Ég var klárlega ekki að fara að segja þeim þetta í svoleiðis spjalli svo ég hringdi þegar ég vissi að mamma væri ein heima. Símtalið, sem tók í mesta lagi 30 til 40 sekúndur, er það skrítnasta sem ég hef hringt,“ segir Guðbjörg hlæjandi og biður blaðamann um að taka tillit til þess, þegar hún segir frá „hrikalegasta símtali sem hún hefur hringt.“

„Ég sagði einfaldlega: „Hæ mamma. Þú veist, Mia, sem ég er alltaf með. Við erum ekki bara vinkonur. Við erum saman og ég er mjög hrifin af henni.“

„Svo lauk ég samtalinu með því að segja, og ég veit enn þann dag í dag ekkert hvaðan það kom: „Það er ekki eins og þú fáir ekki barnabörn. Sénsinn er tvöfaldur núna.“ Svo sagði ég bara bless.“

Um kvöldið hringdi móðir Guðbjargar í hana og sagði að það skipti hana engu máli hvort hún væri í sambandi með stelpu eða strák. Það eina sem skipti máli væri að hún væri hamingjusöm.

„Auðvitað vissi ég að mamma myndi bregðast vel við þessu, hún er svo frábær. En að sama skapi skil ég ekki hvernig mér tókst troða barnabörnum inn í samtalið á þessum tímapunkti. Þetta var algjör skelfing.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“