fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Plata undir íslenskum áhrifum á Billboard-lista

Karen Lovely heimsfræg blússöngkona heilluð af Íslandi

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 17. júní 2017 18:00

Karen Lovely heimsfræg blússöngkona heilluð af Íslandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmta plata blússöngkonunnar Karen Lovely, Fish Outta Water, situr nú í þrettánda sæti á blúsplötulista Billboard, þrátt fyrir að vera enn ekki komin út, en forpantanir á plötunni koma henni inn á listann. Plötuumslagið og lögin á plötunni eru undir áhrifum frá Íslandi, enda hefur Lovely heimsótt landið oftar en einu sinni og er heilluð af landi og þjóð.

„Já, nýja platan mín er undir miklum áhrifum frá Íslandi og þeim tíma sem ég varði þar,“ segir Karen. „Myndir á plötuumslaginu eru myndir sem ég tók á Íslandi og lagið „Under the Midnight Sun“ er skrifað um Íslandsdvölina. Ég kom þrisvar til Íslands í fyrra og vinirnir sem ég eignaðist í þeim ferðum breyttu lífi mínu. Ég var svo lánsöm að koma fram á Blúshátíð í Reykjavík og það einstök upplifun.“

Mývatn prýðir bakhlið plötuumslagsins, mynd sem Karen tók sjálf.
Mývatn Mývatn prýðir bakhlið plötuumslagsins, mynd sem Karen tók sjálf.

Karen hóf söngferilinn árið 2007, þá komin vel á fimmtugsaldur. Hún hefur verið tilnefnd til verðlauna fyrir söng sinn og lagasmíðar, síðast í fyrra þegar hún var tilnefnd sem besti samtímakvenblúsarinn á Blues Music Awards.

Í fyrra, þegar hún var gestur á Blúshátíð í Reykjavík, söng hún meðal annars afmælissönginn fyrir tónlistarmanninn Kristján Kristjánsson, KK, sem átti sextugsafmæli þá. Einnig söng hún fyrir Robert Barber, þáverandi sendiherra Bandaríkjanna, sem gaf henni sendiherranælu sína sem þakklætisvott fyrir frábæra frammistöðu á sviðinu.

„Í maí í fyrra kom ég svo aftur og söng fyrir þá sem höfðu komið að og unnið við blúshátíðina og tónlistarmennirnir sem spiluðu með mér á hátíðinni voru svo frábærir, að ég bauð þeim að koma með mér og gítarleikara mínum á stóra hátíð sem var í Póllandi í júlí,“ segir Karen heilluð af landi og þjóð og bætir við að sex vinir hennar búsettir í Bandaríkjunum hafi bókað ferðir til Íslands eftir að hafa séð myndir frá Íslandsferðum hennar.

Heimasíða

Söngkonurnar Stefanía Svavarsdóttir, Karen og Andrea Gylfadóttir á Hilton árið 2016.
Þrjár stórgóðar Söngkonurnar Stefanía Svavarsdóttir, Karen og Andrea Gylfadóttir á Hilton árið 2016.
Karen steig á svið í Cadillac-klúbbnum ásamt Hallóri Bragasyni (Dóra blús), Ásgeiri Óskarssyni, Róbert Þórhallssyni og Guðmundi Péturssyni.
Troðið upp í Cadillac-klúbbnum. Karen steig á svið í Cadillac-klúbbnum ásamt Hallóri Bragasyni (Dóra blús), Ásgeiri Óskarssyni, Róbert Þórhallssyni og Guðmundi Péturssyni.
Karen og John Del Toro eru mögnuð á sviði.
Blúsvinir Karen og John Del Toro eru mögnuð á sviði.
Karen og rjómi íslenskra blúsara bíða eftir að stíga á svið.
Blúsarar Karen og rjómi íslenskra blúsara bíða eftir að stíga á svið.
Karen og vinir hennar fyrir utan hús Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu.
Glatt á hjalla Karen og vinir hennar fyrir utan hús Hrafns Gunnlaugssonar í Laugarnesinu.
Karen kíkti í lónið.
Bláa lónið Karen kíkti í lónið.
Karen hefur vakið athygli fyrir einstaka og magnaða sviðsframkomu.
Mögnuð á sviðinu Karen hefur vakið athygli fyrir einstaka og magnaða sviðsframkomu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“