fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Anita Pallenberg látin

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 17. júní 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan og fyrirsætan Anita Pallenberg er látin, 73 ára gömul. Hún lék meðal annars í myndunum Barbarella með Jane Fonda, Candy með Marlon Brando og Richard Burton og Performance með Mick Jagger.

Pallenberg fæddist á Ítalíu en hélt til New York og gerðist fyrirsæta. Hún kynntist gítarleikara Rolling Stones, Brian Jones, og þau áttu í ástarsambandi í tvö ár en hún sleit því eftir að hann beitti hana ofbeldi. Hún hóf ástarsamband með öðrum meðlimi Rolling Stones, Keith Richard, og þau eignuðust saman þrjú börn. Yngsta barn þeirra, sonur, dó tíu vikna gamall úr lungnabólgu. Pallenberg sagði að lífsstíll Richards hefði ekki verið fjölskylduvænn en hann vakti allar nætur og svaf á kvöldin og var í umtalsverðri eiturlyfjaneyslu. Pallenberg og Richard skildu árið 1980 og ári seinna sagðist Richard enn elska hana.

Pallenberg þótti gríðarlega sterkur persónuleiki og harðákveðin. Þeir sem til þekkja segja að hún hefði haft mikil áhrif á alla meðlimi Rolling Stone sem fóru iðulega að hennar ráðum. Á þeim tíma var hún stundum kölluð sjötti meðlimur hljómsveitarinnar. Hún íhugaði á tímabili að skrifa ævisögu sína en hætti við þá ráðagerð og sagði að útgefendur vildu bara heyra sögur af Rolling Stones og sorgarsögur af Mick Jagger. Sterkar sögusagnir voru á kreiki um að hún hefði í stuttan tíma verið ástkona Jaggers en sjálf neitaði hún því.

Pallenberg var um tíma í mikilli eiturlyfjaneyslu en leitaði sér hjálpar og hætti jafnframt allri drykkju. Hún féll seinna en náði sér aftur á strik. Hún sótti reglulega AA-fundi.

Í viðtali árið 2016 sagði hún: „Ég er tilbúin að deyja. Ég er komin yfir sjötugt og hélt í alvöru ekki að ég myndi verða eldri en fertug.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“