fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

„Settu sjálfa þig í fyrsta sætið, því þú átt það skilið“

Einstakar ferðir með Sigrúnu Lilju Gyðju

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 14. júní 2017 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigrún Lilja oft kennd við hönnunarmerkið sitt Gyðju opnaði í dag fyrir bókanir á glænýtt og spennandi 8 daga námskeið og ferð fyrir konur sem ber nafnið Exclusive Empower Women´s Retreat og fer fram um borð á einu glæsilegasta skemmtiferðaskipi í heimi Oasis of the Seas í Karabíska hafinu sem fram fer 17. – 24.september næstkomandi.

Markmiðið með ferðinni er að þátttakendur víkki sjóndeildarhringinn, byggi upp sjálfstraust og hugrekki til að fylgja draumum sínum eftir. Að hver og ein kona komi heim með aukið sjálfstraust, búin að hanna sitt draumalíf og full af orku til að byrja strax að setja aðgerðaráætlunina sem hún hefur búið til í framkvæmd til að láta drauma sína og þrár rætast.

„Eftir að hafa útskrifað á annað hundrað konur af námskeiðinu mínu hér heima Konur til Athafna og haldið þó nokkur „retreat“ fyrir konur á Bali hef ég fengið ómetanlega reynslu í að vinna með konum í að fylgja eftir sínum draumum og þrám,“ segir Sigrún Lilja.

Eitt af markmiðum Sigrúnar Lilju er að hvetja konur til dáða í að fylgja draumum sínum eftir og láta til sín taka og með það að leiðarljósi byrjaði hún með námskeiðin Konur til Athafna í upphafi ársins 2013. Námskeiðin slógu í gegn og seldust þau öll upp. Í kjölfarið fór Sigrún Lilja ásamt annarri af stað með ferðir til Bali sem slógu ekki síður í gegn.

Námskeiðið og ferðin Exclusive Empower Women´s Retreat

„Þetta verður einstakt ferðalag þar sem konur munu styrkja sjálfstraustið og fá aukið hugrekki til að framkvæma og fylgja hjartanu, ásamt því að fá hin ýmsu tæki og tól til að fylgja eftir draumum sínum og þrám. Hver dagur verður himneskur, en það verður blanda af lúxus, dekri og sól ásamt uppbyggjandi innblæstri á hverjum degi. Að auki munum við læra á brimbretti um borð í skipinu, fara á skauta og í veggjaklifur. En að sjálfsögðu er það valfrjálst og það er mismunandi hvað hver og ein treystir sér í, en það er hluti af uppbyggingunni að takast á við nýjar áskoranir sem við munum svo sannarlega gera,“ segir Sigrún Lilja.

„ Ég er búin að bjóða upp á fimm Empower Women ferðir til Bali og sú síðasta var fyrir rúmu ári síðan. Þegar ég kom heim fann ég að ég var tilbúin til að prófa eitthvað alveg nýtt. Eftir að hafa skoðað örugglega allar hvítu strendurnar í heiminum og velt upp kostum og göllum gat ég varla valið og ákvað því að slá nokkrar flugur í einu höggi og bjóða upp á fleiri en eina paradís í ferðinni og besta leiðin til að gera það er auðvitað með skemmtiferðaskipi. Enda er það heil veröld út af fyrir sig, í raun Disney World fyrir fullorðna á milli þess sem maður heimsækir nokkrar af eftirsóttustu eyjum í heimi.“

Skemmtiferðaskipið Oasis of the Seas

Lagt verður af stað frá Orlando þann 17. september næstkomandi og verður stoppað á Jamiaca, Hahiti og Mexico. Skemmtiferðaskipið Oasis of the Seas er eitt af stærstu og glæsilegustu skipum í heiminum í dag og er úrvalið af afþreyingu um borð eftir því. En þar eru um 20 sundlaugar og svipaður fjöldi veitingastaða, fjöldinn allur af börum, verslunum, skemmtistöðum ásamt líkamsrækt og spa svo fátt eitt sé nefnt.

„Á hverjum áfangastað býður svo VIP meðferð kvennanna þar sem þær verða leiddar um staðinn með einkaleiðsögn og fá að njóta brots af því besta á hverjum stað fyrir sig. Settu sjálfa þig í fyrsta sætið, því þú átt það skilið,“ segir Sigrún Lilja sem býður spennt eftir að fara með konur í Karabíska hafið.

Bókanir hófust í dag í þessa einstöku ferð inn á tix.is en þess má geta að boðið er upp á afslætti af fyrstu plássunum við forbókun með allt að 100.000 kr. afslætti til 19. júní næstkomandi, en takmarkaðir miðar eru þó í boði á þessu verði og því gildir fyrstir panta, fyrstir fá. Hér má bóka pláss

Nánar um ferðina

Einnig má fylgjast með Sigrúnu á Snapchat: theworldofgydja.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=Ah5kmJGZOj0?rel=0&hd=1&wmode=transparent]

Sigrún Lija var í viðtali fyrir stuttu í DV um ferðina, sjá hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á