fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Helga Vala: Komum fram við börn eins og heilalausar skepnur

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 12. júní 2017 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Annað merki um hversu gott við höfum það er að við séum endalaust að búa til boð og bönn í kringum börnin okkar.“

Þetta segir Helga Vala Helgadóttir lögfræðingur í pistli í Fréttablaðinu í dag. Þar heldur hún fram að Íslendingar ofverndi börnin sín. Helga Vala tekur dæmi:

„Sem dæmi um slíkt er að nú hefur hverfisíþróttafélögum verið bannað að heimsækja skólana af tillitssemi við þau börn sem ekki vilja eða geta farið í íþróttir. Ég skil ekki alveg hvert við erum komin með þessa meintu ofurtillitssemi við sálarlíf barna.“

Þá segir Helga Vala ennfremur:

„Við erum farin að koma fram við blessuð börnin eins og algjörlega heilalausar skepnur sem geti orðið fyrir stórskaða við hvert fótmál.“

Helga Vala varpar fram þeirri spurningu hvort hún sé illa áttuð þegar „ … ég leyfi alls konar stórhættulega innrætingu og aðstæður hjá börnum mínum án þess að gera mér grein fyrir hversu miklu tjóni þau verða fyrir á hverjum degi.“

Bætir Helga Vala við að börnin fái að stunda íþróttir og þiggja gjafir frá fyrirtækjum, og nefnir sérstaklega stuttermaboli merkta svaladrykkjum og aðrar stórhættulegar vörur frá fyrirtækjum. Helga Vala segir að lokum:

„Boð og bönn eru ágæt í sjálfu sér, en erum við ekki aðeins að ruglast hérna?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt