fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Vala fann ekki sársaukann

Vala Ósk Gylfadóttir hefur stundað sjálfsskaða frá 13 ára aldri -Reyndi í tvígang að svipta sig lífi og glímir reglulega við sjálfsvígshugsanir -Segir að sjálfsskaði sé mun algengari en fólk gerir sér grein fyrir

Kristín Clausen
Mánudaginn 8. maí 2017 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarið 2015 reyndi Vala Ósk Gylfadóttir fyrst að svipta sig lífi. Vala, sem er 29 ára, er með jaðarpersónuleikaröskun og hefur stundað sjálfskaða frá 13 ára aldri. „Það var svo mikið vonleysi búið að vera í gangi. Þunglyndi. Ég trúði því virkilega að kærastinn minn og mamma væru miklu betur sett ef þau væru laus við mig. Mér fannst ég svo mikil byrði á þeim.“

Vala reyndi að skera sig á púls. „Ég fór ekki nógu djúpt og blóðið lak ekki nógu hratt. Fyrst sprautaðist það út um allt eins og í bíómyndunum en svo hægðist á blóðflæðinu og það hætti. Ég man að ég bölvaði því að vera ekki með baðkar heima hjá mér svo ég gæti lagst í kalt bað en þá myndi blóðið halda áfram að renna. Ég ýtti hnífnum einfaldlega ekki nógu fast. Ég ætlaði mér að fara í gegnum sinarnar og allt. En það tókst ekki.“

Hún kveðst lítið sem ekkert hafa fundið fyrir sársaukanum þegar hún skar í holdið, þar sem hún fékk sama „rush“ og þegar hún skaðar sig með öðrum hætti.“

Vala var ein heima hjá sér þegar löngunin að fá að deyja helltist yfir hana. „Ég hafði alveg hugsað þetta en aldrei skipulagt nákvæmlega hvar og hvenær. Þá má eiginlega segja að þetta hafi verið stundarbrjálæði en þarna var ég bara komin með nóg. Ég ákvað þetta og framkvæmdi samdægurs.“

Skömmu eftir að blóðið byrjaði að fossa úr sárinu byrjaði kærastinn hennar að hringja. Vala ætlaði í fyrstu ekki að svara símanum en eftir því sem hann hringdi oftar og hún gerði sér grein fyrir því að sjálfsvígstilraunin hefði misheppnast svaraði hún símanum hágrátandi og sagði honum hvað hafði gerst. „Við bjuggum nálægt spítalanum. Ég sagðist ætla að labba þangað og bað hann um að hitta mig þar. Mig svimaði alla leiðina enda búin að missa töluvert mikið blóð.“

Viðtalið í heild sinni má finna í helgarblaði DV

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“