fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

J´AIME LA VIE OG EUROVISION

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 6. maí 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maí er byrjaður og þá styttist í árlega veislu Eurovision. Ég er ein af þeim nördalegu sem fylgist með keppninni og fer ekkert leynt með þann áhuga minn. Sirka mánuði fyrir keppni er ég byrjuð að rifja upp og pósta lögum á Facebook-vegginn minn og hafa sumir vina minna haft á orði að þeir viti þá að styttist í keppni (þið vitið, þessir örfáu sem þykjast ekki horfa). Ég hins vegar horfi á Alla leið, hlusta á lögin á Spotify, vel þau sem ég tel að fari áfram (pósta á Facebook) og þið vitið, allt hitt sem eðlilegt fólk gerir, eða? Ef kona er nörd þá er bara best að opinbera það.

Ég þykist muna eftir að sitja í náttkjólnum á Nönnugötu þriggja ára að horfa á ABBA vinna Eurovision með Waterloo, svo er lítið um minningar þar til hin belgíska Sandra Kim kom, sá og sigraði árið sem Ísland tók þátt í fyrsta sinn 1986. Sandra var ári yngri en ég, við vorum alveg jafn flottar með vængi og í dressi, 80´s tískan var töff, grínlaust! Og eins og hún þá hef ég langoftast J‘aime La Vie þrátt fyrir lífið og áföll á fullorðinsárum.

Staðreyndin er sú að það horfa allir og amma þeirra á Eurovision, umferðarmyndavélar sýna að það er enginn á ferli á þeim tíma sem keppnin er, þannig að ef þú ert ekki heima eða annars staðar að horfa þá ertu trúlega bara að leggja þig.

En hvort sem þú ert aðdáandi í felum eða ekki, þá er Eurovision alltaf gott tilefni til að henda í gott partí, kaupa snakk, gos og nammi, setjast með vinum og/eða fjölskyldu í sófann og skemmta sér konunglega yfir keppninni og hækka blóðþrýstinginn aðeins yfir stigagjöfinni.

Gleðilega Eurovision-hátíð,
kveðja Ragna
ragna@dv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“