fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

ÉG MAN ÞIG – „MÆTTU, EF ÞÚ ÞORIR!“

Valdimar Víðisson (38) mælir með myndinni:

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 5. maí 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndin Ég man þig, sem byggð er á bók Yrsu Sigurðardóttur, er frumsýnd í dag. Viðhafnarsýning var á myndinni síðastliðinn þriðjudag í Háskólabíói og mættu allir aðstandendur hennar auk fjölda gesta sem allir biðu spenntir eftir að sjá útkomuna. Meðan þeirra var Valdimar Víðisson, skólastjóri Öldutúnsskóla, sem er mikill kvikmyndaáhugamaður. Á síðu sinni Bíógagnrýni Valdimars á Facebook birtir hann reglulega kvikmyndadóma og hann setti saman dóm um myndina og gaf okkur leyfi til að birta.

Höfundur Ég man þig, Yrsa Sigurðardóttir, var ekki búin að sjá myndina og beið spennt.
YRSA OKKAR ALLRA: Höfundur Ég man þig, Yrsa Sigurðardóttir, var ekki búin að sjá myndina og beið spennt.

Þessi kvikmynd er byggð á samnefndri bók Yrsu Sigurðardóttur sem kom út árið 2010. Sú bók sló í gegn og þykir mjög spennandi og óhugnanleg. Undirritaður hefur lesið þá bók og viðurkennir að hafa eingöngu lesið bókina í dagsbirtu og sofið með ljósin kveikt.
Fljótlega eftir að bókin kom út var samið um kvikmyndaréttinn. Það ferli hefur nú tekið um 6 ár og myndin nú komin í kvikmyndahús.
Þeir sem hafa lesið eitthvað eftir Yrsu vita að ritstíll hennar er þannig að hún fléttar saman tveimur eða fleiri sögum. Þær sögur tengjast með einum eða öðrum hætti. Í bókinni Ég man þig fléttast saman tvær sögur og er þeim báðum gerð skil í myndinni.

Tilvera geðlæknisins Freys er í molum eftir að sonur hans hvarf sporlaust. Hann skilur við konuna sína og flytur út á land. Ætlar að reyna að byggja sig upp og hefja nýtt líf. Það gengur allþokkalega eða alveg þangað til dularfullir atburðir gerast í kringum hann, atburðir sem á einhvern hátt tengjast hvarfi sonar hans. Freyr fær aðstoð frá lögreglukonunni Dagnýju til að rannsaka þessa atburði en eftir því sem þau grafa dýpra komast þau að því að ýmislegt skelfilegt hefur gerst í þorpinu.

Einn aðalleikara myndarinnar, Jóhannes Haukur Jóhannesson, og eiginkona hans, Rósa Björk Sveinsdóttir.
GEISLANDI AF GLEÐI: Einn aðalleikara myndarinnar, Jóhannes Haukur Jóhannesson, og eiginkona hans, Rósa Björk Sveinsdóttir.

Í hinni sögunni fylgjumst við með ungmennunum Garðari, Líf og Katrínu en þau fara á Hesteyri til að gera upp hús. Á Hesteyri er ekki rafmagn og lítið sem ekkert símasamband. Fljótlega eftir að þau koma þangað þá fara þau að verða vör við ýmislegt sem er ekki eins og það á að vera. Það er eins og þau séu ekki ein í húsinu.
Þessar tvær sögur fléttast saman í myndinni, alveg eins og í bókinni. Það er klippt á milli en aldrei samt þannig að það ruglar áhorfendur. Myndin fylgir meginþema bókarinnar en það er ýmsu breytt enda er það alveg eðlilegt, þar sem kvikmynd er túlkun á bók. Kvikmynd er ekki það sama og bók og því verður að passa að fara ekki með það hugarfar á myndina.

Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem fer með eitt aðalhlutverka, og Óskar Þór Axelsson, leikstjóri myndarinnar.
TÖFF TVENNA: Ágústa Eva Erlendsdóttir, sem fer með eitt aðalhlutverka, og Óskar Þór Axelsson, leikstjóri myndarinnar.

Myndin er hrikalega spennandi og vel gerð. Margföld gæsahúð. Tónlistin magnar upp spennuna sem er á köflum áþreifanleg. Vestfirðir magna upp drungalegheitin. Eina er að ég vona að fólk hætti ekki að fara á Hesteyri eftir að hafa séð þessa mynd. Dásamlegur staður þó svo að skelfingin hafi verið ráðandi þar í myndinni.
Leikstjórn Óskars Þórs Axelssonar er traust. Hann leyfir landslaginu og andrúmsloftinu að njóta sín. Samspil leikaranna er afar gott. Jóhannes Haukur Jóhannesson fer vel með hlutverk geðlæknisins og Sara Dögg Ásgeirsdóttir er afar sannfærandi sem lögreglukonan Dagný. Ungmennin á Hesteyri eru leikin af þeim Þorvaldi Davíð, Ágústu Evu og Önnu Gunndísi og komast þau mjög vel frá sínu. Senuþjófurinn er Anna Gunndís sem leikur Katrínu. Virkilega sterkur og flottur leikur hjá henni. Aðrir leikarar standa sig einnig vel.

Helsti galli myndarinnar er að hljóðvinnslan er ekki alltaf í lagi og það var stundum (ekki oft) erfitt að greina hvað persónurnar voru að segja. Sérstaklega ef það var æsingur í gangi eða fólk að hvísla. Eins hefði ég viljað hafa myndina lengri, fá meira kjöt á beinin.

En heilt yfir er hér á ferðinni virkilega vönduð og góð kvikmynd. Það er alltaf hátíð þegar íslensk mynd kemur í bíó. Svona stemning eins og var á sjómannadaginn þegar ég var lítill. Allir í sparifötunum, hátíð í bæ. Íslensk kvikmyndagerð er komin á þann stað að vera á pari við það besta sem gerist úti í hinum stóra heimi. Áfram íslensk kvikmyndagerð og til hamingju allir sem komu að þessari mynd.
Ég mæli eindregið með þessari mynd. Mættu, ef þú þorir!

Sigurður Gísli Pálmason, athafnamaður og listunnandi, og Sigurjón Sighvatsson, einn framleiðenda myndarinnar.
TVEIR FLOTTIR: Sigurður Gísli Pálmason, athafnamaður og listunnandi, og Sigurjón Sighvatsson, einn framleiðenda myndarinnar.
Þórir Sigurjónsson, einn framleiðenda myndarinnar, og Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður.
TÖFF STRÁKAR: Þórir Sigurjónsson, einn framleiðenda myndarinnar, og Sigurður Kári Kristjánsson lögmaður.
Hjónin Páll Ásgeir Guðmundsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og listamaður.
LISTFENG AF NESINU: Hjónin Páll Ásgeir Guðmundsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra, og Elsa Nielsen, grafískur hönnuður og listamaður.
Hjónin Árni Hauksson og Inga Lind Karlsdóttir voru glæsileg að vanda.
GLÆSILEG: Hjónin Árni Hauksson og Inga Lind Karlsdóttir voru glæsileg að vanda.
Brynja Nordquist og Þórhallur Gunnarsson biðu spennt eins og aðrir.
ALLTAF FLOTT: Brynja Nordquist og Þórhallur Gunnarsson biðu spennt eins og aðrir.
Bryndís Hera Gísladóttir var einstaklega flott í rauðum samfesting, henni til halds og trausts voru feðgarnir Ásgeir Kolbeinsson og Ívan Dagur.
DAMA Í RAUÐU: Bryndís Hera Gísladóttir var einstaklega flott í rauðum samfesting, henni til halds og trausts voru feðgarnir Ásgeir Kolbeinsson og Ívan Dagur.
Heiða Sigrún Pálsdóttir og Baldvin Z. eru bæði í kvikmyndabransanum.
KVIKMYNDAHJÓN: Heiða Sigrún Pálsdóttir og Baldvin Z. eru bæði í kvikmyndabransanum.
Pétur Marteinsson gaf sér tíma fyrir myndatöku áður en hann spretti inn í sal.
SMART Í BLÁU: Pétur Marteinsson gaf sér tíma fyrir myndatöku áður en hann spretti inn í sal.
Hulda Þórisdóttir og leikaraparið Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson, sem fer með hlutverk í myndinni.
Á MEÐAL VINA: Hulda Þórisdóttir og leikaraparið Tinna Hrafnsdóttir og Sveinn Geirsson, sem fer með hlutverk í myndinni.
Saga Sigurðar ljósmyndari og Heiða Reed leikkona voru einstaklega töff.
SMEKKLEGAR OG SÆTAR: Saga Sigurðar ljósmyndari og Heiða Reed leikkona voru einstaklega töff.
Birna Bragadóttir og Hulda Þórisdóttir.
BLÓMLEGAR: Birna Bragadóttir og Hulda Þórisdóttir.
Bjarni Ármansson tók dótturina með.
FEÐGIN Á FORSÝNINGU: Bjarni Ármansson tók dótturina með.
Leikarinn og leikstjórinn Vigfús Þormar Gunnarsson.
SVARTI RIDDARINN: Leikarinn og leikstjórinn Vigfús Þormar Gunnarsson.
Hjónin Guðrún Tinna Ólafsdóttir og Karl Pétur Jónsson.
GLÆSILEGT PAR: Hjónin Guðrún Tinna Ólafsdóttir og Karl Pétur Jónsson.
Magnús Ragnarsson og Logi Bergmann voru kátir að vanda.
ELDHRESSIR: Magnús Ragnarsson og Logi Bergmann voru kátir að vanda.
Hjónin Sigurjón Sighvatsson framleiðandi Ég man þig og Sigríður Þórisdóttir.
HEIMSÓKN Á ÍSLANDI: Hjónin Sigurjón Sighvatsson framleiðandi Ég man þig og Sigríður Þórisdóttir.
Hjónin Tómas Jónsson grafískur hönnuður og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir búningahönnuður.
LISTFENG: Hjónin Tómas Jónsson grafískur hönnuður og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir búningahönnuður.
Haukur Karlsson og Guðni Rúnar Gunnarsson
KVIKMYNDAMENN: Haukur Karlsson og Guðni Rúnar Gunnarsson
Mr. Handsome í Dr. Mister og Mr. Handsome.
Guðni Rúnar Gunnarsson Mr. Handsome í Dr. Mister og Mr. Handsome.

Stikla myndarinnar:
[[327B2679F3]]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“