fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ronaldo og Reagan

Prófessor í íslensku segir hallærisheitunum í tungumálinu stríð á hendur í hæðni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 28. maí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, hefur að undanförnu gagnrýnt notkun fyrirtækja og annarra aðila á enskum frösum við markaðssetningu. Blöskrar Eiríki andvaraleysið þegar kemur að varðveislu tungumálsins og þykir ekki mikið til um þær skýringar sem hann hefur fengið, þegar hann hefur leitað eftir þeim.

Þannig fannst Eiríki ekki mikið til um nafngift vöru- og þjónustusýningar sem fram fór í Laugardalshöll um síðustu helgi undir nafninu „Amazing Home Show“. Sendi Eiríkur forsvarsmönnum hátíðarinnar tóninn í skilaboðum og bað um skýringar. Aðstandendur hennar svöruðu því til að niðurstaða þeirra væri sú að enska heitið gerði betur grein fyrir innihaldi sýningarinnar en sambærileg íslensk heiti. Eiríkur hefur nú tekið þessa röksemd gilda og hefur breytt nafni sínu í Enrico Ronaldo. „Hljómar betur og er miklu markaðsvænna,“ skrifar Eiríkur á Facebook, uppfullur af hæðni.

En Eiríkur er ekki sá eini sem gerir stólpagrín að enskum heitum fyrirtækja og viðburða. Fjöldi fólks tekur undir með Eiríki og veltir því upp hvernig hægt væri að gera nöfn þess meira „töff og söluvænni“ í athugasemdum á síðu hans. Þannig veltir rithöfundurinn Ingunn Snædal því upp hvort hún gæti tekið upp nafnið Ingrid Snickerdoodle og Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingafræðum, hyggst nota þýsku útgáfuna af nafni sínu, Goethe von Christmann.

Nanna Rögnvaldardóttir er sannfærð um að hún væri löngu orðin heimsfrægur matreiðslubókahöfundur, ef ekki væri fyrir nafnið.
Nancy, áður Nanna Nanna Rögnvaldardóttir er sannfærð um að hún væri löngu orðin heimsfrægur matreiðslubókahöfundur, ef ekki væri fyrir nafnið.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

En Eiríkur er ekki sá eini í sinni fjölskyldu sem sér tækifærin í því að taka upp alþjóðlegra nafn. Það gerir systir hans, matgæðingurinn og matreiðslubókahöfundurinn Nanna Rögnvaldardóttir, einnig. Nanna segir þannig á Facebook að hún sé sannfærð um að nafnið hafi alla tíð staðið því fyrir þrifum að hún yrði heimsfrægur metsöluhöfundur. Því sé hún að velta því fyrir sér að taka upp markaðsvænna nafn og „fara að heita Nancy Reagan“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“