fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Boxið er nýr íslenskur þáttur um tölvuleiki og tækninýjungar á YouTube

„Gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska tungu að fá þátt eins og þennan á íslensku“

Kristín Clausen
Föstudaginn 26. maí 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni fór í loftið nýr og vandaður íslenskur afþreyingarþáttur sem fjallar um allt það helsta sem er að gerast í heimi tölvuleikja, hugbúnaðar og kvikmynda hverju sinni. Þátturinn sem heitir Boxið er á YouTube en í hverjum þætti verða fjórir til fimm efnisþættir teknir til umfjöllunar. Stjórnendur Boxins eru þeir Ragnar Steinn Clausen og Daníel Már Bonilla sem eru miklir áhugamenn um tölvuleiki og tækninýjungar.

Skiptir máli að geta horft á þátt á íslensku

Í fyrsta þættinum, sem má sjá hér að neðan, er fjallað um tölvuleikina Farpoint, Destiny II og Playstation Aim controller. Þá er fjallað um nýju Nintendo leikjatölvuna sem kom út í vor.

„Það vantaði þátt á íslensku þar sem fjallað er um allt það sem er að gerast í þessum í geira. Við ætlum að sýna klippur og fara dýpra í hlutina heldur en hefur verið gert áður hérlendis. Það sem skiptir okkur mestu máli er að fólk geti horft á þátt á íslensku. Fjölmargir fylgjast með sambærilegum þáttum a ensku en okkur þykir gríðarlega mikilvægt að íslensk ungmenni og annað áhugafólk um tölvur og tölvuleiki geti nálgast efni og fræðslu um þessi mál á íslensku,“ segir Ragnar Steinn.

Spjalla saman um tölvuleiki

Samhliða Boxinu ætla þeir félagar svo að bæta við öðrum þætti sem ber heitið „Spilum saman.“ Þar munu þeir taka fyrir ýmsa leiki en fyrirmynd þáttarins byggir á fyrirkomulaginu Let‘s Play.

Í þættinum munu þeir Ragnar og Daníel spila einn tölvuleik, spjalla saman og sýna úr leiknum í um það bil korter. Fyrsti þátturinn af „Spilum saman,“ fer í loftið á You Tube næstkomandi laugardag.

Hér að neðan má sjá fyrsta þáttinn af Boxinu.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=6a574rxiySc&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna

Hver fer á Bessastaði? – Þetta eru makar forsetaframbjóðendanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan

Bankarnir í Þýskalandi hata hana – Þetta er ástæðan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar

Aðdáendur Taylor Swift halda ekki vatni eftir nýjasta uppátæki hennar