fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Katrína ósátt við Morgunblaðið: „Fokk fjölmiðlar“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 25. maí 2017 18:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrína Mogensen söngkona Mammút var í löngu og ítarlegu viðtali við Morgunblaðið þar sem meðal annars var rætt um að kynjahlutföll og jafnrétti hefðu aukist í tónlist eftir því að hljómsveitin kom fram á sjónarsviðið. Þá var einnig rætt stuttlega um að tónlistarbransinn væri karlægur og að Katrína hefði lent í ýmsu á sínum ferli. Katrína segir í viðtalinu:

„Það hafa al­veg ein­hverj­ir karl­ar beðið mann að fara úr að ofan á sviðinu eða það er verið að klípa í rass­inn á manni eft­ir tón­leika. Það er margt sem maður þurfti að brynja sig gagn­vart. Maður gaf skít í þetta og fattaði ekki einu sinni strax að þetta væri ekki eðli­legt.“

Þegar viðtalið var birt á vef Morgunblaðsins varð fyrirsögnin „Beðin um að fara úr að ofan“ fyrir valinu. Sjálf lýsti Katrína vanþóknun sinni á fyrirsögninni á Facebook-síðu sinni. Frosti og Máni, stjórnendur Harmageddon fjölluðu um málið í útvarpsþætti sínum í gær. Þar sögðu Frosti og Máni að ekki væri gott að fórnarlambsvæða konur og Mammút hefði notið talsverðrar velgengni og komist áfram á sínum verðleikum.

Í þættinum var skoðun hennar á fyrirsögninni lesin upp en hún sagði:

„Það var margt sem ég hafði að segja um myndlistina og tónlistina en þetta er það sem blaðamönnum finnst áhugavert að draga fram. Ef við ætlum að ná einhverjum framförum í kynjabaráttu verðum við þá ekki að hætta að fórnarlambsvæða konur. Hvernig væri að setja fyrirsögn eins og:

„ROKKSTJARNA OG MYNDLISTARMAÐUR ÆTLAR SÉR AÐ SIGRA HEIMINN“

Fokk fjölmiðlar.“

Um þá fyrirsögn segir Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður Vísis:

„Rokk og myndlistarmaður ætlar sér að sigra heizzzz ZZZ“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar