fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Fitnessdrottningar með dúndurafslætti

Hafdís og Hrönn yfirtaka Perform.is:

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 21. maí 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafdís Björg Kristjánsdóttir og Hrönn Sigurðardóttir eru sannkallaðar fitnessdrottningar og margfaldir meistarar í fitness. Nýlega tóku þær verslunina Perform.is yfir eina kvöldstund og veittu afslátt af öllum vörum. Fullt var út úr dyrum og hyggjast þær endurtaka leikinn.

„Við hlógum að því að búðin kemur bara út í mínus þegar við komum í heimsókn,“ segir Hafdís, en afsláttur á öllum vörum verslunarinnar var á bilinu 25–50% þegar þær stöllur tóku yfir. Fullt var út úr dyrum af ánægðum viðskiptavinum, margir þeirra verðlaunahafar í fitness og stefna þær á að endurtaka leikinn 1–2 sinnum á ári. „Við vorum með þetta í fyrsta sinn í fyrra og þá var það mjög vel sótt, núna var komin röð fyrir utan klukkan korter í sjö um kvöldið, en við opnuðum klukkan 20.“

Það tók því varla að taka upp veskið, stelpurnar voru með svo góða afslætti.
Nánast gefins Það tók því varla að taka upp veskið, stelpurnar voru með svo góða afslætti.

Mynd: Mummi Lú

Starfsmenn Perform.is voru kampakátir með aðstoðina frá Hrönn og Hafdísi.
Starfsfólk í stuði Starfsmenn Perform.is voru kampakátir með aðstoðina frá Hrönn og Hafdísi.

Mynd: Mummi Lú

Perform.is hefur styrkt Hafdísi og Hrönn fyrir mót og kaupa þær öll sín fæðubótarefni þar og því voru hæg heimatökin að sjá um búðina þetta eina kvöld.

Margfaldir meistarar

Hafdís og Hrönn eru báðar margfaldir meistarar í fitness. Hafdís byrjaði að lyfta árið 2011 og er tvöfaldur Íslands- og bikarmeistari og komst áfram í tíu manna úrslit á Arnold Classic 2015 og 2016. Hrönn sem byrjaði að lyfta árið 2006 er einnig margfaldur meistari bæði í vaxtarrækt og fitness og náði þriðja sæti á Arnold Classic 2016. Hún æfir nú fyrir Arnold Classic í mars 2018.

Stelpurnar tóku ekki bara búðina yfir, heldur snappið líka og fóru hamförum á snappinu hjá Perform.is.
Algjör yfirtaka Stelpurnar tóku ekki bara búðina yfir, heldur snappið líka og fóru hamförum á snappinu hjá Perform.is.

Mynd: Mummi Lú

„Ég er ólétt að mínu fjórða barni og á að eiga núna í október,“ segir Hafdís, sem heldur sér í formi með reglulegum æfingum, þótt hún sé ekki að æfa fyrir mót. „Ég stefni síðan á Arnold Classic í mars 2019.“
Hafdís og Hrönn eru báðar með Snapchat þar sem þær eru duglegar að snappa, bæði af æfingum og daglega lífinu; hafdisbk og hronnsig.

Ljósmyndir: Mummi Lú.

Heiðar Snær Rögvaldsson er konungur reiðhjólanna og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann keppt í hjólreiðum í nokkur ár.
Meistari reiðhjólanna Heiðar Snær Rögvaldsson er konungur reiðhjólanna og þrátt fyrir ungan aldur hefur hann keppt í hjólreiðum í nokkur ár.

Mynd: Mummi Lú

Kærustuparið Elísa Weisshappel bikarmeistari í fitness og Guðbrandur Óli Helgason voru ánægð með kvöldið.
Flott par Kærustuparið Elísa Weisshappel bikarmeistari í fitness og Guðbrandur Óli Helgason voru ánægð með kvöldið.

Mynd: Mummi Lú

Hrönn gaf sér tíma fyrir eina pósu fyrir ljósmyndarann.
Pósutími Hrönn gaf sér tíma fyrir eina pósu fyrir ljósmyndarann.

Mynd: Mummi Lú

Hafdís og Hrönn eru eldhressar og í súperformi.
Fitt og flottar Hafdís og Hrönn eru eldhressar og í súperformi.

Mynd: Mummi Lú

Eyþór Melsted kraftajötunn fær upplýsingar hjá Viktori Berg, starfsmanni Perform.is.
Strákaspjall Eyþór Melsted kraftajötunn fær upplýsingar hjá Viktori Berg, starfsmanni Perform.is.

Mynd: Mummi Lú

Brynjar Smári mættur til að kaupa af Hrönn.
Lífið er vaxtarrækt Brynjar Smári mættur til að kaupa af Hrönn.

Mynd: Mummi Lú

Hrönn leiðbeinir viðskiptavini um vörurnar, enda þekkir hún þær og notar sjálf.
Sterk sölukona Hrönn leiðbeinir viðskiptavini um vörurnar, enda þekkir hún þær og notar sjálf.

Mynd: Mummi Lú

Parið Una Margrét og Hafsteinn. Una er margfaldur meistari í fitness hér heima og úti. Hafsteinn er bikarmeistari á nýafstöðnu Íslandsmóti. Þau þjálfa bæði undir leiðsögn Konna fitnesskonungs sem var nýlega í viðtali hjá Séð og heyrt.
Meistarapar Parið Una Margrét og Hafsteinn. Una er margfaldur meistari í fitness hér heima og úti. Hafsteinn er bikarmeistari á nýafstöðnu Íslandsmóti. Þau þjálfa bæði undir leiðsögn Konna fitnesskonungs sem var nýlega í viðtali hjá Séð og heyrt.

Mynd: Mummi Lú

Íslandsmeistarinn í fitness, Teitur Arason, sýnir vöðvana.
Hnyklar vöðvana Íslandsmeistarinn í fitness, Teitur Arason, sýnir vöðvana.

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Mynd: Mummi Lú

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki