fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

BAFTA til Hamingjudalsins

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 16. maí 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bresku sjónvarpsverðlaunin, BAFTA, voru afhent síðastliðið sunnudagskvöld. Hamingjudalur var valinn besti dramaþátturinn og aðalleikkonan Sarah Lancashire var valin besta leikkonan. Þættirnir voru sýndir á RÚV á sínum tíma. Undir lok þakkarræðu sinnar beindi Lancashire orðum sínum til Claire Foy, sem tilnefnd var fyrir túlkun sína á Elísabetu II í The Crown, og sagði frammistöðu hennar í þáttunum hafa séð sér fyrir ánægjulegum sjónvarpskvöldum. Foy var greinilega snortin vegna þessara lofsyrða í sinn garð. Fyrirfram hafði verið reiknað með að The Crown yrði sigurvegari kvöldsins en svo varð ekki.

The People vs. O.J. Simpson var besta erlenda sjónvarpsserían og Coba Gooding Jr. var á staðnum og tók við þeim verðlaunum. Tom Hollander var valinn besti leikarinn í aukahlutverki fyrir leik sinn í Næturverðinum og var afar vel fagnað. Næturvörðurinn fékk einungis þessa einu tilnefningu til verðlaunanna og var það nokkuð gagnrýnt, en alls hafa þessir mögnuðu þættir hlotið fjörtíu og fimm tilnefningar til ýmiss konar verðlauna og þar af unnið fjórtán. Einnig hefur það verið gagnrýnt að Hvarfið II fékk ekki tilnefningar til BAFTA-verðlauna.

Kosið var um besta atriðið í sjónvarpi og fyrir valinu varð grimmileg árás snáka á eðlu út þáttunum Planet Earth, en þeir sem sáu þá þætti á RÚV geta vottað að það atriði var eins og úr bestu spennumynd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Hartman í Val
Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“