Portúgölsk messa á Akureyri: Birkir Blær með frábæran flutning á sigurlagi Eurovison

Eins og alþjóð veit bara framlag Portúgal sigur úr býtum á Eurovision-keppninni í Kænugarði um helgina. Söngvarinn Salvador Sobral söng sig inn í hjörtu Evrópubúa með laginu „Amor Pelos Dois“ eða „Ást fyrir tvo“ sem systir hans samdi.
Óhætt er að segja að Akureyrarkirkja hafi verið með puttann á púlsinum því daginn eftir var slegið upp portúgalskri messu í kirkjunni. Þar steig hinn sautján ára gamli Birkir Blær Óðinsson á stokk og flutti sigurlag Salvadors við undirleik stjúpföður síns, Eyþórs Inga Jónssonar.

Víða má finna þýðingar á laginu, meðal annars íslenska þýðingu Hallgríms Helgasonar, en athygli vekur að Birkir Blær flutti lagið á frummálinu og rúllaði því upp.

Sjón er sögu ríkari:

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.