fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

„ÞAÐ ER EKKERT VÍST AÐ ÞAÐ KLIKKI“

Einar Ágúst Víðisson (43) situr fyrir svörum:

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 14. maí 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngvarinn Einar Ágúst Víðisson er tónlistarunnendum vel kunnur enda hefur hann verið í bransanum frá unga aldri síðan í Neskaupstað þar sem hann ólst upp. Auk þess að troða upp einsamall sem trúbador og semja tónlist er Einar Ágúst söngvari, ásláttar- og gítarleikari í hljómsveitinni Skítamóral, en nýlega slógu þeir gegn bæði á tónlistarhátíðinni Heima í Hafnarfirði og á Spot. Hann verður ásamt félögum sínum á Þjóðhátíð í Eyjum um verslunarmannahelgina. Einar Ágúst svarar spurningum vikunnar.

FÆDDUR OG UPPALINN? Fæddur 13. ágúst, 1973, í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Ólst upp á Reyðarfirði og Neskaupstað.

MÉR FINNST GAMAN AÐ …? … skemmta fólki.

SÍÐASTA KVÖLDMÁLTÍÐIN? Þorrabakki.

BRENNDUR EÐA GRAFINN? Grafinn eftir kúnstarinnar reglum samkvæmt greftrunarsiðum Bahá‘íi trúarinnar.

HVAÐ GERIRÐU MILLI KL. 17–19? Sem minnst.

SAMFÉLAGSMIÐLAR EÐA DAGBLÖÐIN? Bæði.

HVAÐ ERTU MEÐ Í VINSTRI VASANUM? Gítarnögl frá Eggerti vini mínum.

BJÓR EÐA HVÍTVÍN? Nei, ég er góður, er á bíl og sonna.

HVER STJÓRNAR FJARSTÝRINGUNNI Á ÞÍNU HEIMILI? Vill einhver bjóða sig fram? Þvílíkt vesen og magn af fjarstýringum, meira að segja kertin eru með sínar „eigins“.

HVERNIG VAR FYRSTI KOSSINN? Örugglega hrikalega hallærislegur.

HVER VÆRI TITILL ÆVISÖGU ÞINNAR? „Það er ekki neitt! Hann Einar frændi minn …“ alveg klárlega.

HVER ER DRAUMABÍLLINN? Æi, ég spái ekkert í svoleiðis húmbúkk. Bara eitthvað vistvænt rafmagns sem þolir smá ófærð.

FYRSTA STARFIÐ? Bæjarvinnan fyrir austan.

FALLEGASTI STAÐUR Á LANDINU? Almáttugur, ég á svo erfitt með eitthvað uppáhalds í hverju sem er. Sama hvort það er músík, staðir og hvað þá annað. Ég hef notið þeirrar blessunar að hafa þrætt landið út og suður og séð drjúgan part af því í öllum sínum búningi og hver þúfa er svo dýrmæt og segir einhverja sögu. Sólarupprásirnar eftir böllin á sumrin gera alla staði fallega.

HVAÐA OFURKRAFT VÆRIR ÞÚ TIL Í AÐ VERA MEÐ? Eins og Nightcrawler eða Quicksilver úr X-Men.

GIST Í FANGAKLEFA? Já.

STURTA EÐA BAÐ? Sturta, fatta ekki bað.

HÚÐFLÚR EÐA EKKI? Jú, þau eru nokkur hingað og þangað um kroppinn. Ég er alveg dottinn út úr þessu samt einhvern veginn.

HVAÐA LEYNDA HÆFILEIKA HEFUR ÞÚ? Höfum þá leynda aðeins lengur.

HVAÐ FÉKK ÞIG TIL AÐ TÁRAST SÍÐAST? Jarðarför kærrar vinkonu fyrir nokkrum mánuðum.

FYRIRMYND Í LÍFINU? Það er óþarfi að spyrða sómakært fólk við rússíbanareiðina sem hefur stundum verið, þannig að er þetta ekki spurning um að vera viljugur til að bæta sig á hverjum degi? Æi, ojjj, það er svo mikil klisja eitthvað.

ERTU MEÐ EINHVERJA FÓBÍU? Það er svona misgrunnt á hinu og þessu skulum við segja og misjafnt hverju sinni hvaða fóbía er í dvala meðan önnur blómstrar, ekkert sem er óviðráðanlegt eða háir mér neitt sérstaklega, svo nei.

HVER ER BESTA ÁKVÖRÐUN SEM ÞÚ HEFUR TEKIÐ? Hún er enn í smíðum.

FURÐULEGASTI MATUR SEM ÞÚ HEFUR BORÐAÐ? Krókódíll?

HVAÐ ER NEYÐARLEGASTA ATVIK SEM ÞÚ HEFUR LENT Í? Það er af nógu að taka, en fyrst kemur kannski upp í hugan gigg á Arnarhóli einhvern tímann með Skítamóral. Ég hrasa við skóhramm einhvers úr hljómsveitinni, skó kennda við Buffalo en voru í raun Swear-skór úr Gallabuxnabúðinni. Ég rek hausinn í trommupallinn en sprett upp eins og stálfjöður og næ hálfrotaður að klára lagið. Svona hlutir eru martröð hvers söngvara held ég.

KLUKKAN HVAÐ FERÐU Á FÆTUR? Alltof snemma!

LEIGIRÐU EÐA ÁTTU? Leigi.

HVAÐA BÓK ER Á NÁTTBORÐINU? Way of the Peaceful Warrior eftir Dan Millman.

MEÐ HVERJUM LÍFS EÐA LIÐNUM MYNDIR ÞÚ VILJA VERJA EINNI KVÖLDSTUND? Bahá‘u‘lláh.

HVER ER FYRSTA ENDURMINNING ÞÍN? Það man ég ekki.

LÍFSMOTTÓ? „Það er ekkert víst að það klikki“ eins og ég nefndi plötuna mína 2007.

UPPÁHALDSÚTVARPSMAÐUR/STÖÐ? Ég get ekki valið á milli vina og gamalla starfsfélaga. Útvarp er ástríða hjá mér og ég er sífellt að skipta um stöð og bara að éta upp sem flest.

UPPÁHALDSMATUR/DRYKKUR? Þorramatur, vatn, Pepsi.

UPPÁHALDSTÓNLISTARMAÐUR/HLJÓMSVEIT? Það er ómögulegt að velja eitthvað eitt fyrir mig, ég hlusta á svo margt. Nýverið hefur Chet Baker veitt mér félagsskap og fúgur eru aftur komnar í uppáhald hjá mér. Svo var ég að endurnýja kynni mín við Black Crowes þannig að það er af ýmsu að taka.

UPPÁHALDSKVIKMYND/SJÓNVARPSÞÆTTIR? Uppáhaldskvikmynd er Interstellar og Brickelberry uppáhaldssjónvarpsþættir.

UPPÁHALDSBÓK? Og sólin rís eftir William Sears og Way of the Peaceful Warrior eftir Dan Millman.

UPPÁHALDSSTJÓRNMÁLAMAÐUR? Æi, dreptu mig ekki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar