fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Helgi Hrafn missti af steggjun góðs vinar því hann á of marga vini

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Sunnudaginn 14. maí 2017 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Píratinn Helgi Hrafn Gunnarsson hefur ákveðið að stofna nýja Facebook-síðu fyrir nána vini og fjölskyldu. Hann kveðst missa af mikilvægum boðum og tilkynningum vegna þess að hann á of marga vini á Facebook, en vinir Helga eru tæplega fimm þúsund.

„Það er í sjálfu sér bara gaman, en þýðir að ég missi af meira eða minna öllu sem ég er taggaður í, eða mér er boðið í,“ segir Helgi: „Þetta hefur verið vandamál í örfá ár, aðallega pirrandi, en dropinn sem fyllti mælinn var þegar ég missti af steggjun góðs vinar míns um daginn.“

Þessi mikli vinafjöldi hefur þær skuggahliðar að sögn Helga að hann missir af því sem hans nánustu eru að bardúsa, fundarboðum og ýmsum tilboðum.

„ … tek ekki eftir því að náinn aðstandandi veki athygli mína á einhverju sem er persónulega mikilvægt, tek ekki eftir mikilvægum hlutum í hinu ýmsa félagsstarfi sem ég sinni og svo fram eftir götunum.“

Helgi bætir við:

„Því er ég nú að búa til nýjan Facebook-aðgang þar sem ég ætla að hafa meiri stjórn á málunum frá upphafi, og því miður verður hann ekki þannig að ég samþykki vinabeiðnir sjálfkrafa frá ókunnugum – sem mér finnst leiðinlegt, en það verður eiginlega að vera þannig. Einnig hef ég búið til óhemju sjálfhverfa og egósentríska Facebook-síðu fyrir Helga Hrafn Gunnarsson stjórnmálamanninn, en þar verður hægt að fylgjast með pólitíkinni frá mér framvegis – eða það ætla ég að vona, allavega. Ég vona að það dugi til að svala samskiptaþorsta þeirra sem hafa sent mér vinabeiðni vegna stjórnmálastarfsins,“ segir Helgi. Hann mun á næstunni loka sinni persónulegu síðu sem telur tæplega fimm þúsund vini og stofna nýja fyrir nána vini og fjölskyldu.

„ … ég myndi vilja vera Facebook-vinur ykkar allra ef það hefði ekki þessi leiðinlegu hliðarverkun. Eins og ég segi, þá missti ég af gríðarlega mikilvægum degi góðs vinar míns vegna þessa vandamáls og mér finnst það ábyrgðarhluti minn gagnvart fjölskyldu og nánum vinum að leyfa ekki slíku að gerast aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“