fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Hvaða land vinnur?

Hvað segja fyrri keppendur um Eurovision:

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 13. maí 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

*Fyrri undankeppni Eurovision í ár fór fram síðastliðinn þriðjudag og ljóst er að Ísland mun ekki keppa á morgun, laugardag, í aðalkeppni Eurovision. Það breytir því þó ekki að Eurovision er alltaf veisla fyrir aðdáendur keppninnar, bæði hér heima og erlendis. Við fengum nokkra fyrri keppendur til að segja frá sinni þátttöku, uppáhaldslögum og hvort þau myndu vilja keppa aftur.

Stefán Hilmarsson (51)

Lög: Sókrates (1988, 16. sæti) og Nína (1991, 15. sæti)

Uppáhaldslag: Keppnin hefur alið af sér fjölmörg prýðileg lög, bæði hérlend og erlend. Ég get nefnt Aprés toi, Un jour un enfant, Ding-a-dong, Ég lifi í draumi, Karen, Sóley, In a Moment like this, L’oiseau et l’enfant, Romeo. Mér fannst mest gaman þegar allir sungu á sínu tungumáli, var til dæmis alltaf svag fyrir kýpversku lögunum og má til með að nefna hið dramatíska Ime Anthropos Ki Ego, sem var í sömu keppni og Nætur sem Sigga söng.

Hvað er eftirminnilegast við þína keppni?: Ferðalagið með Nínu 1991 er ein eftirminnilegasta för sem ég hef farið, 100% skemmtun frá upphafi til enda. Reyndar var svo mikið hlegið í þeirri ferð, að röddin var tæp þegar á hólminn kom. Ferðin 1988 var erfiðari, enda var ég þá ungur og ansi óreyndur. Ég hef líka tekið þátt sem höfundur og bakraddasöngvari og eru þær ferðir skemmtilegar í minningunni, einkum ferðin með Selmu til Jerúsalem 1999, en eins og flestir vita, þá munaði þar minnstu að frækilegur sigur hefðist. Það rifjast nú upp, að hinn frægi úrslitaleikur Manchester United og Bayern Munchen fór fram á meðan við vorum í Ísrael, minnist ég þess að hafa horft á þá háspennu á reykmettaðri knæpu í miðbænum, hvar heldur var fjörlegt á lokamínútunum, enda gyðingarnir eðlilega flestir á bandi enska liðsins. Ég er reyndar Arsenal-maður, en gat samglaðst áhangendum Rauðu djöflanna þessa kvöldstund.

Hvaða þjóð vinnur í ár?: Ég hef undanfarin ár lítið fylgst með upptakti keppninnar, enda er hún orðin svo yfirgripsmikil að maður nær varla utan um þetta. Það var einfaldara þegar lögin voru um eða yfir 20 talsins. En mér skilst að Ítalíu sé spáð öruggum sigri og því fagna ég, enda aðdáandi Ítalíu. Ég hef heyrt sænska lagið og ekki kæmi á óvart ef það næði langt, enda Svíarnir ólseigir og margfaldir sigurvegarar þessa stórmerkilega móts.

Værir þú til í að taka aftur þátt í Eurovision?: Ég hef engan hug á að taka þátt sem aðalsöngvari aftur, enda er þetta ungra manna sport.

Hera Björk (45)

JE NE SAIS QUOI (19. sæti)

Uppáhalds eurovision lag, íslenskt og/eða erlent: „Já, hérna … þetta er erfitt! Elska svo ótrúlega mörg Júró lög … segi í þetta skiptið KAREN sem ég trúi staðfastlega að hefði gert frábæra hluti í þessari keppni á sínum tíma og það erlenda lag sem ég elska meira en avókadó er framlag Júgóslava 1986, flytjandinn heitir Doris og lagið „Željo moja.“

Hvað er eftirminnilegast við þína keppni?: „Eftirminnilegast við mína keppni er fólkið. Fólkið mitt sem var dýrðin ein, fólkið sem ég kynntist og er ennþá í sambandi við, fólkið sem ég kynntist síðar úti um allan heim eftir að dyrnar opnuðust – minn mesti fjársjóður í lífinu er fólk. Þegar ég bjó í Chile með fjölskyldunni (sem var „by the way“ bein afleiðing af Eurovision) að þá eignaðist ég dásamlega vini fyrir lífstíð, núna var ég að byrja á nýjum vettvangi og er nú þegar búin að eignast vini til lífstíðar. Fólk er málið.“

Hvaða þjóð heldur þú að vinni í ár?: „Ég hugsa að Ítalir taki þetta í ár en persónulega er ég hugfangin af Portúgal. Portúgalar eru „the underdog“ í þessari keppni eins og við Íslendingar og það gleður mig mikið að sjá þá gera svona vel.“

Værir þú til í að taka aftur þátt í Eurovision?: „Já, allan daginn, en að því gefnu að ég sé með gott lag og tilfinningin sé rétt, þetta er svo ótrúlega gaman og gefur manni svo mikið á allan hátt. Þetta er erfitt og krefjandi verkefni sem þarf að klára og ég fíla þannig „challenge“, maður fer í þessa keppni með hjartanu og hausinn í lagi og þá er þetta bara hreinn kærleikur.“

Regína Ósk (39)

This is my life ásamt Friðriki Ómari (2008, Serbía,14. sæti í aðalkeppninni)

Uppáhalds Eurovision lag íslenskt og/eða erlent: „Þau eru svo mörg!, til dæmis Wild Dances, Non Ho l’eta, Wadde Hadde, Only Teardrops, Euphoria.“

Hvað er eftirminnilegast við þína keppni?: „Að komast upp úr undankeppninni í fyrsta sinn fyrir hönd Íslands.“

Hvaða þjóð heldur þú að vinni í ár?: „Ítalía en Portúgal og Búlgaría verða rétt á eftir.“

Værir þú til í að taka aftur þátt í Eurovision?: „Ég segi aldrei nei, en það er ekki á planinu.“

Einar Ágúst (43)

Tell me ásamt Telmu (2000, tókum 12. sætið)

Uppáhalds Eurovision lag íslenskt og/eða erlent: „Tell me og Non ho l’età.“

Hvað er eftirminnilegast við þína keppni?: „Ólýsanleg skemmtun í alla staði, you have to be there og fagmennska þegar kemur að allri umgjörð, innviðum og tækni.“

Hvaða þjóð heldur þú að vinni í ár?: „Ég hef bara ekki heyrt öll lögin þannig ég hef bara ekki myndað mér skoðun. Paper bar höfuð og herðar yfir allt annað sem ég hef heyrt að minnsta kosti.“

Værir þú til í að taka aftur þátt í Eurovision?: „Auðvitað. Annars er þetta reyndar spurning um afskaplegt ‘nenn’. Spurning um að nenna allri þessari loftbólu, viðtölum, böggi og stressi. En alltaf til í að flytja músík. Alltaf.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“