fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

ÉG Á VIÐ (VANDA)MÁL AÐ STRÍÐA

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 13. maí 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vita það kannski ekki allir, en ég á við vandamál að stríða, reyndar fleiri en eitt, sem er bara ósköp eðlilegt þegar kona er að nálgast miðjan aldur. Ef kona á ekki við nein vandamál að stríða fyrir 46 ára aldurinn, þá get ég sko lofað ykkur að þau hrúgast öll inn í einu á afmælisdaginn! En það vandamál sem kannski háir mér hvað mest, hefur háð mér hvað lengst og hefur mest áhrif á aðra, er að ég er stödd á einhverju allt öðru tímabelti en allir samferðamenn mínir. Vandamál sem í daglegu tali er kallað óstundvísi.

Orsakir þessa vandamáls geta verið og eru líklega nokkrar. Til dæmis sú staðreynd að þrátt fyrir að vera ágætlega gáfum gædd, þá var ég orðin tíu ára þegar ég lærði loksins á klukku. Þegar sá hamingjudagur datt í hús, þá gat ég lagt pappírsúrinu, sem pabbi hafði teiknað af stakri snilld og klippt úr pappa, þar sem tvær eldspýtur voru vísar, og fékk mitt fyrsta alvöru úr. Orsökin getur líka verið sú að ég held einfaldlega að ég sé alltaf fljótari að græja mig en ég er, ég er til dæmis hálfnuð að setja á mig maskarann, þegar kemur ding á Facebook sem ég og athyglisbresturinn verðum að tékka á og fyrr en ég veit af er ég búin að like-a status frá Justin Bieber, kommenta hjá tólf vinum, senda kökuuppskrift til vinkonu og pota í þrjá karlmenn.

Það hefur oft virkað vel að segja fólki bara strax að ég sé tímatýnd og óstundvísi sé galli hjá mér, sem ég vonandi bæti upp með kostum mínum. Vinir mínir nokkrir hafa síðan brugðið á það snilldarráð að sækja mig bara þegar við erum að fara eitthvað, þá er ég tilbúin þegar ég er sótt í stað þess að mæta ein á staðinn allt of seint. Besta lausnin að mínu mati er auðvitað klárlega sú að samferðamenn mínir myndu allir færa sig á mitt tímabelti, bara win-win fyrir alla. En það er nú kannski til frekar mikils mælst, og að öllu gríni slepptu þá er líklega besta lausnin sú að horfast í augu við eigin galla og laga helvítið. Byrja mun fyrr að hafa mig til en ég geri í dag, leggja mun fyrr af stað en ég geri í dag og svo framvegis, þá líklega næ ég á endanum að mæta á tilsettum tíma eða fyrir hann, en ekki alltaf langsíðust. En svo er kannski spurning hvort lausnin felist í mottóinu hennar Berglindar vinkonu: Betra er að vera sein og sæt en fljót og ljót?

Tíminn flýgur, höfum gaman.

Kær kveðja, Ragna
ragna@dv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“