fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Þóranna: „Ég var hræðileg móðir, hvernig gat ég gert þetta?“

Þóranna og barnsfaðir hennar hafa jákvæða reynslu af „viku og viku“ fyrirkomulaginu eftir skilnað – „Það sem við uppskárum var ofsalega fallegt samband milli okkar allra, milli barns og föðurs“

Auður Ösp
Föstudaginn 12. maí 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er svo glöð í hjartanu að fólk sé að komast út úr kassanum sínum og átta sig á því að hlutirnir eiga ekki að vera svona eða hinsegin,“ segir Þóranna Friðgeirsdóttir en hún kveðst hafa afar jákvæða reynslu af hinu svokallaða „viku og viku“ fyrirkomulagi eftir skilnað en umrætt fyrirkomulag hefur færst mikið í aukana hérlendis undanfarin ár. Í pistli sem birtist á vefnum Kaffid.is segir Þóranna frá því að í kjölfar þess að hún skildi við barnsföður sinn hafi þau foreldrarnir komist að því að umrætt fyrirkomulag hentaði mun betur heldur en hið hefðbunda „helgarpabba“ fyrirkomulag þegar kom að umgengni þeirra beggja við unga dóttur þeirra.

„Er þetta ekki erfitt fyrir barnið?“

Í ofangreindum pistli segir Þóranna að hún og barnsfaðir hennar hafi á sínum tíma kynnt sér viku og viku fyrirkomulagið og ákveðið að láta á reyna.

„Hann las rannsókn sem var gerð í Svíþjóð um að þau börn sem myndu alast upp viku og viku hjá fráskildum foreldrum kæmu almennt betur út úr skilnaðnum, ættu betri samskipti við báða foreldra og liði almennt betur en í svona helgarsístemi. Ég gat ekki annað en allavega gefið því séns. Um 2 ára byrjar dóttir okkar að vera viku hjá mömmu sinni og viku hjá pabba sínum. Fólk gapti enn og aftur, þetta á aldrei eftir að endast? Hvað eru þið að hugsa? Hvernig getur þú þetta? Verið frá barninu þínu í heila viku í senn? Er þetta ekki erfitt fyrir barnið? Ég skal viðurkenna það að það tók mann alltaf svona 3 daga að byrja að njóta þess að vera barnlaus, samviskubitið að naga mann,“ ritar Þóranna.

Hún bendir um leið á að hvernig mæður og feður mæta ólíku viðhorfi samfélagsins þegar kemur að ábyrgð og umgengni við börn sín. Þannig sé talið sjálfsagt að mæðurnar hafi mun ríkari umgengisrétt.

Hún segir þau foreldrana hafa lagt sig alla fram við að láta fyrirkomulagið ganga upp og ávinningurinn hafi verið mikill fyrir alla aðila. „Það sem við uppskárum var ofsalega fallegt samband milli okkar allra, milli barns og föðurs. Við náðum að finna okkur án hvors annars, það er einn kosturinn við að fá barnlausu vikuna, maður fær tíma til að finna sjálfan sig uppá nýtt, fara úr við í ég,“ ritar Þóranna en hún og barnsfaðir hennar ákváðu að breyta fyrirkomulaginu þegar dóttirin var orðin 11 ára gömul þar sem að þær mæðgur fluttu í nýtt bæjarfélag.

Hún segir að umrætt fyrirkomulag henti vissulega ekki öllum en það sé gleðiefni að samfélagið sé að verða opnara fyrir öðrum möguleikum þegar kemur að umgengni beggja foreldra við börn eftir skilnað.

„Þegar að báðir foreldrar taka virkan þátt í uppeldi barna sinna þrátt fyrir sambúðarslit. Að það sé verið að átta sig á því að pabbar eru jafn mikilvægir og mömmur. Þegar að foreldrar geta sett sinn ágreining til hliðar fyrir börnin, það er ekki þeim að kenna að sambandið gekk ekki upp.“

Jöfn umgengi ekki meginregla við skilnað

Á Íslandi er talað um viku og viku fyrirkomulag þegar umgengi við barn getur farið upp í allt að helming tímans eða 7 af hverjum 14 dögum. Jöfn umgengni, þegar barn dvelur jafnt hjá báðum foreldrum, er ekki meginregla eftir skilnað eða sambúðarslit en sýslumaður hefur heimild til að úrskurða umgengi allt að 7 daga af hverjum 14 dögum. Á undanförnum árum hefur verið lögð aukin áhersla á þáttöku beggja foreldra í umgengi barna sinna og í kjölfarið hefur færst í vöxt að foreldrar semji um jafna umgengi. Þrátt fyrir að barn dvelji jafn hjá báðum foreldrum hefur það samt sem áður lögheimili hjá öðru hvoru þeirra. Það foreldri hefur þá alla réttarstöðu þess aðila.

Félag um foreldrajafnrétti bendir á í tilkynningu árið 2015 að fyrir liggi fjölmargar nýlegar rannsóknir sem bendi til þess að jöfn umgengni henti börnum alla jafna betur en „gamaldags helgarpabba fyrirkomulag“. Bendir félagið á að niðurstöður sýni fram á að börn sem hafi jafnan aðgang að báðum foreldrum eftir skilnað aðlagist betur námslega, tilfinningalega, heilsufarslega og fjárhagslega en börn sem hafi ekki aðgang að báðum foreldrum sínum. Félagið kveðst ekki hafa fundið neinar samanburðarannsóknir sem sýni fram á hið gangstæða, það er að segja að að það henti börnum betur að vera að mestu eða öllu leyti hjá öðru foreldri sínu. „Félag um foreldrajafnrétti telur, með hliðsjón af niðurstöðum rannsókna, að almenna reglan eigi að vera jöfn umgengni en við sérstakar aðstæður er rétt að takmarka umgengni barna við foreldri,“ segir einnig í tilkynningunni.

Félagið bendir einnig á í skýrslu frá árinu 2010 að bjóði upp á þann valmöguleika fyrir foreldra að réttarstaða þeirra geri verið jöfn og hafa þá báðir foreldrar réttarstöðu lögheimilisforeldris. Talað er um svokallaða víxlbúsetu en á Íslandi er ekki hægt að velja um það kerfi. Því er ekki annað í boði en að annað foreldrið hafi alla réttarstöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana