Sér fólk og tóna í litum

Myndi aldrei þrífast í hefðbundinni 9–17 vinnu -Sér fólk og tóna í litum -Ætlar að skemmta Íslendingum í að minnsta kosti 40 ár til viðbótar

Saman fara þeir með sýninguna „Eftirherman og orginalinn láta gamminn geisa.“
Jóhannes hefur í vetur skemmt ásamt Guðna Ágústssyni Saman fara þeir með sýninguna „Eftirherman og orginalinn láta gamminn geisa.“
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Jóhannes Kristjánsson, betur þekktur sem Jóhannes eftirherma, tók á móti blaðamanni DV, Kristínu Clausen, á heimili sínu í Vesturbænum í vikunni. Jóhannes, sem er einn ástsælasti skemmtikraftur íslensku þjóðarinnar, ræddi bransann og lífið eftir hjartaskiptin sem hann undirgekkst árið 2009. Jóhannes kveðst vera svo heilsuhraustur eftir hjartaskiptin að hann hafi ekki einu sinni fengið kvef frá árinu 2009.

Jóhannes, sem er fæddur árið 1955, er uppalinn á Ingjaldssandi í Önundarfirði. Þegar hann var sex ára lenti hann á sjúkrahúsi, á Þingeyri, eftir að hafa skorist illa á stóru glerbroti á gamlársdag 1961. Sjúkrahúsvistin og endurhæfingin eftir slysið, tóku sinn tíma en vegna snjóa og ófærðar fór Jóhannes ekki aftur heim á Ingjaldssand fyrr en um páska. Í millitíðinni brallaði hann þó heilmikið á Þingeyri, sem í minningunni er eins og stórborg á borð við London og París. „Þegar ég var orðinn rólfær fór ég niður í beitningaskúra, sagði körlunum sögur og hermdi eftir fólkinu þarna í kring. Þeir voru mjög hrifnir og borguðu mér peninga fyrir. Þegar ég fór niður á bryggju kepptust þeir um að fá mig um borð. Mennirnir létu mig segja sögur og hlógu eins og vitleysingar að mér. Mér fannst koli gríðarlega góður. Þegar það spurðist út vildu þeir ólmir bjóða mér í mat fyrir sögur. Ég var meira en sáttur við það.“

Næmur á fólk

Jóhannes átti það líka til að leika eftir hljóðum í hinum ýmsu tækjum og skepnum í sveitinni. Þá var hann snemma farinn að taka eftir alls konar sérkennum fólks sem enginn annar hugsaði út í. „Tónlist sé ég til dæmis í lit inni í höfðinu á mér. Litirnir eru alltaf á hreyfingu. Svoleiðis hefur það alltaf verið. Til dæmis þegar ég hlusta á lög með Bítlunum þá sé ég rauðfjólubláa og bláa liti. Þetta er skemmtilegt en ég áttaði mig ekki á því strax að fólk upplifði þetta ekki með sama hætti og ég. Það er samt fullt af fólki þarna úti sem flokkar tóna eftir litum, en ábyggilega töluvert færri sjá fólk í lit.“

Þá segir Jóhannes að hann hafi alltaf átt auðvelt með að skynja líðan fólks. „Ég er mjög næmur á fólk. Á tímabili fannst mér það óþægilegt. Ég sá hvernig fólk var þenkjandi. Þegar það var ekki nógu vel þenkjandi þá leið mér hálf illa. Sem betur fer hef ég náð meiri stjórn á því í dag.“

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.