fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Mikael Torfason og Elma eiga von á barni: „Þetta er það sem ég borgaði“

„Það á að veita barni í móðurkviði sem á mömmu sem er blönk skertari þjónustu en okkur“

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 6. apríl 2017 12:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nú er ég að fara eignast barn. Konan mín er ólétt,“ sagði fjölmiðlamaðurinn Mikael Torfason í útvarpsþættinum Harmageddon á X-inu í morgun.

Þar sagði Mikael frá því að hann og kona hans, leikkonan Elma Stefanía Ágústsdóttir, eigi von á barni. Mikael varð fyrst faðir fyrir 22 árum.

Mikael hefur að undanförnu látið sig fátækt á Íslandi varða og hafa þættir hans, Fátækt fólk, á Rás 1 vakið athygli. Mikael ræddi þessi mál meðal annars við Harmageddon í morgun og sagði frá því í framhjáhlaupi að hann ætti von á barni. Hann benti á ýmislegt sem betur mætti fara vegna verðandi foreldra og tók dæmi um ýmsan kostnað sem fylgir því að eiga von á barni á Íslandi.

„Ég fór í 12 vikna skoðun, sónar. Nú hefur mér oft vegnað vel. Ég á hús og bý ágætlega, á raðhús í Breiðholti,“ sagði Mikael og bætti við að þegar þau mættu hafi beðið þeirra posi við afgreiðsluborðið. „Þá kostar tólf vikna skoðun 11.633 krónur. Þetta er það sem ég borgaði. Það stendur samt að samkvæmt lögum á mæðravernd að vera frí. Það er búið að finna allskonar glufur. Mæðraverndin sjálf, jú hún er tæknilega frí og eitthvað svona,“ sagði Mikael.

Hann tók annað dæmi frá því að hann varð faðir fyrst fyrir 22 árum. Þá stóð honum til boða að fara á námskeið fyrir nýbakaða foreldra og benti á að í dag kosti samskonar námskeið 10 til 15 þúsund krónur. Hann endaði svo á þeim orðum að ákveðið ójafnvægi væri komið í íslenskt velferðarkerfi.

„Fátækt fólk eða blankt eiga að verða lélegri foreldrar. Það á að veita barni í móðurkviði sem á mömmu sem er blönk skertari þjónustu en okkur. Það á að veita barni af fátæku heimili verri menntun,“ sagði hann meðal annars.

Viðtalið við Mikael, sem er um hálftími að lengd, má nálgast hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki