fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Vill efla umræðuna um loftslagsbreytingar: „Það veit eiginlega enginn hvað þetta er eða um hvað þetta snýst“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 27. apríl 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi skilaboð verða að komast áleiðis, það veit eiginlega enginn hvað þetta er eða um hvað þetta snýst,“ segir Jón Gnarr grínisti, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri en hann óskar eftir aukinni umræðu og vitundarvakningu um þær hættur sem steðja að jörðinni. Jón dvelur um þessar mundir í Houston í Texas ríki þar sem hann sinnir ritstörfum en í nýlegu viðtali sem birtist á vef Houston Chronicle ræður hann meðal annars um loftlagsbreytingar. Segir hann Houston og Ísland eiga eitt sameiginlegt: það sé erfitt að vekja áhuga fólks á hlýnun jarðar.

Í viðtalinu er meðal annars komið inn á borgarstjóratíð Jóns og sjónvarpsþættina Borgarstjórinn sem Jón byggði á eigin reynslu og fór einnig með aðalhlutverkið. Jón segir pólitíkina ekki vekja áhuga sinn lengur, heldur brennur hann fyrir því að opna umræðuna um loftlagsbreytingar.

„CNN sagði Ísland vera miðpunkt loftslagsbreytinga, vegna þess að það er svo sýnilegt,“ sagði Jón og vísaði þar í nýlegt sýndarveruleika-myndband CNN sjónvarpstöðvarinnar sem ber yfirskriftina „Ísland er að bráðna.“ Í myndskeiðinu kemur fram að hlýnun jarðar hafi valdið hækkun hitastigs á Norðurslóðum um tvær gráður og er afleiðingin sú að jöklar á Íslandi eru á barmi bráðnunar og munu smám saman hverfa. Myndbandið má finna hér.

Líkt og Jón bendir á eru breytingarnar að eiga sér stað nánast fyrir framan augu Íslendinga.

„En á meðan flestir Íslendingar trúa því að loftlagsbreytingar eru raunverulegar þá eru samt ekki allir sammála um að hér sé eitthvað slæmt á ferð.“

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þáverandi forsætisráðhhera Íslands lét þau ummæli falla árið 2014 að í loftslagsbreytingunum fælust tækifæri fyrir Ísland,meðal annars til aukinna umsvifa í matvælaframleiðslu. Vísaði hann til til kenninga um að á meðan ríki nærri miðbaugi jarðar muni á næstu áratugum glíma við ýmiss konar vandamál muni hagsæld aukast í löndum á norðurslóðum, meðal annars á Íslandi.

Mynd/Skjáskot af vef Chron.com
Mynd/Skjáskot af vef Chron.com

Jón kveðst vissulega hafa notið góðs af auknu hitastigi á Íslandi og nefnir sem dæmi að hann hafi fyrir tveimur árum gróðursett eplatré sem síðan hafi vaxið með góðum árangri. Slíkt hefði ekki verið mögulegt á Íslandi fyrir 10 eða 15 árum.

Jón kveðst hafa leitað leiða til að opna á umræðuna um málefnið en hann telur það seint skila árangri að predika yfir fólki. Hentugri leið að hans mati er að sjá spauglegu hliðina á hlutunum.

„Þannig að ég ætla að reyna að finna húmorinn í þessu. Reyna að fá fólk til að hlæja að þessu og kanski fræðast örlítið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“