fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

„Mér fannst eins og ég væri komin í helvíti“

Lilja var barn og unglingur í Vottum Jehóva- Var heltekin af safnaðarstarfinu og ætlaði að gerast trúboði – Segir söfnuðinn meina meðlimum að hugsa sjálfstætt

Auður Ösp
Sunnudaginn 2. apríl 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það sem gerist í þessum söfnuði er að fólki er forðað frá því að hafa sjálfstæða hugsun. Ég sé það núna sem fullorðin kona. Þegar fólk fer að hugsa sjálfstætt fer það að hafa skoðanir á hlutunum, og jafnvel setja sig upp á móti gildandi reglum,“ segir Lilja Torfadóttir sem sagði skilið við Votta Jehóva árið 2004, eftir að hafa alist upp innan safnaðarins og lengi vel haft lítil kynni af heiminum utan hans.

Í helgarviðtali DV rifjar Lilja upp æsku og unglingsárin innan safnaðarins og lýsir meðal annars andlegu ofbeldi, þöggun og markvissum heilaþvotti. Brot úr viðtalinu má finna hér fyrir neðan en viðtalið í heild sinni birtist í helgarblaði DV.

Eins og að vera í helvíti

Frá 14 ári aldri starfaði Lilja í allt að 60 tíma á mánuði fyrir söfnuðinn. Innan safnaðarins vinnur fólk sig upp í ábyrgðarstöður. Hún varð svokallaður aðstoðarbrautryðjandi. Næst í virðingarstiganum voru brautryðjendur og því næst trúboðar. Lilja var staðráðin í að gerast trúboði. Hún skírðist inn í söfnuðinn 15 ára og ætlaði alltaf að vera vottur. „Ég skoðaði trúboðsheimili í Danmörku og Svíþjóð. Mér fannst að allir ættu að fá tækifæri til að heyra sannleikann og fá tækifæri til að lifa í Paradís.

„Ég skoðaði trúboðsheimili í Danmörku og Svíþjóð. Mér fannst að allir ættu að fá tækifæri til að heyra sannleikann og fá tækifæri til að lifa í Paradís.“
Lilja á unglingsárunum „Ég skoðaði trúboðsheimili í Danmörku og Svíþjóð. Mér fannst að allir ættu að fá tækifæri til að heyra sannleikann og fá tækifæri til að lifa í Paradís.“

Ég átti vinkonur innan safnaðarins sem fóru á skólaböll og drukku í laumi. En ég sjálf tók þessu mjög alvarlega og fór eftir reglunum nánast í einu og öllu. Ég vildi til dæmis alls ekki horfa á bannaðar myndir. Ég varð skíthrædd ef það var bekkjarkvöld í skólanum. Ég þurfi að afneita þeirri löngun að fara.

Hún rifjar upp atvik frá unglingsárum. „Ég var 15 eða 16 ára og var á veitingastað og fór þaðan inn á pöbb þar sem var lifandi tónlist. Mig minnir að þar hafi verið að spila Knockin’ on heavens door. Ég hélt að ég myndi deyja. Ég þekkti þetta ekkert. Mér fannst eins og ég væri komin í helvíti. Mér leið hræðilega, ég var með svo mikinn móral yfir því að þetta væri eitthvað hrikalega rangt. Ég átti ekki að fara inn á svona stað og vera þar innan um „fólk í heiminum“, en það er orð Vottanna yfir þá sem eru fyrir utan söfnuðinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“