Peter Andre lætur drauminn rætast

Popparinn landaði hlutverki í hryllingsmynd

Tökur á The Undoing hefjast í Los Angeles á næsta ári.
Með handritið Tökur á The Undoing hefjast í Los Angeles á næsta ári.

Tónlistarmaðurinn og hjartaknúsarinn Peter Andre hefur landað hlutverki í sinni fyrstu Hollywood-mynd, spennumyndinni The Undoing.

Andre, sem er 44 ára, er einna best þekktur fyrir lagið Mysterious Girl sem kom út árið 1996. Hann tilkynnti um nýja starfið á Instagram-síðu sinni við mikla hrifningu fylgjenda sinna.

Tökur á myndinni hefjast í Los Angeles á næsta ári. Andre sagði að hann hefði í raun beðið eftir þessu tækifæri allt sitt líf, eða í 44 ár.

Myndin segir frá tökuliði frá sjónvarpsstöð sem reynir að festa raunverulegan draugagang á mynd. Djöfulgangur og ill öfl gera teyminu hins vegar lífið leitt.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.