fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Hafþór Júlíus: „Mamma og pabbi voru ekkert alltof ánægð með þetta til að byrja með“

Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson er í viðtali í páskablaði DV

Auður Ösp
Mánudaginn 17. apríl 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafþór Júlíus Björnsson, kraftajötunn og leikari, er í viðtali í páskablaði DV. Þar fer Hafþór um víðan völl og ræðir meðal annars um tækifærin í Hollywood, æfingarnar, mataræðið og uppvaxtarárin. Hér að neðan birtist stuttur kafli úr viðtalinu.


Hafþór er af Skaganum og ólst upp með einni eldri systur og einni yngri. Hann var ellefu ára þegar fjölskyldan flutti í Kópavoginn. Foreldrar hans hafa staðið þétt við bak hans í gegnum árin. „Ég er mjög þakklátur fyrir að eiga foreldra sem eru ennþá saman, enda veit ég að það er ekkert sjálfgefið í dag. Þau voru líka svo ung þegar þau kynntust, pabbi var 18 ára og mamma 21 árs. Mér finnst það mjög fallegt, og bara mjög kúl að þau séu búin að vera saman í öll þessi ár. Ég er mjög stoltur af þeim hvað það varðar.“

Hann var að eigin sögn ekki duglegasti námsmaðurinn í Grundaskóla og síðar Hjallaskóla. Það var þó ekki vegna takmarkaðs gáfnafars. Frekar var það metnaðarleysi gagnvart náminu. Hann bjó yfir endalausri orku og þurfti að finna henni farveg.

„Í dag mætti kannski kalla þetta athyglisbrest. Það var engan veginn hægt að fá mig til að sitja kyrr og læra. Það einfaldlega gekk ekki. Ég þurfti alltaf að vera að gera eitthvað. Þannig að ég var alltaf á fullu og rosalega athafnasamur, nema þegar ég settist niður til að spila tölvuleiki eins og margir strákar.“

Hann var í áttunda bekk þegar hann byrjaði að æfa körfubolta. Fljótlega átti íþróttin hug hans allan. Hann lék með Breiðabliki og KR og síðan með unglingalandsliðinu og þótti afar efnilegur. Hann gekk til liðs við FSu árið 2007.

„Ég fór „all in“. Ég hafði prófað aðrar íþróttir eins og fótbolta og fimleika en ég fann að ég átti heima í körfunni. Vinir mínir sem byrjuðu með mér enduðu á því að hætta en ég hélt áfram. Og varð fljótlega mjög góður.“

Hafþór ákvað að hætta í framhaldsskóla 18 ára gamall. „Það komst ekkert annað að en æfingar og að borða. Mér fannst skólinn vera að trufla mig frá æfingum. Álagið var oft mjög mikið á þessum tíma, jafnvel þrjár æfingar á dag. Mamma og pabbi voru ekkert alltof ánægð með þetta til að byrja með og fólk spurði mig hvað ég væri eiginlega að spá, hvað ætlaði ég eiginlega að fara að gera í lífinu? Ég var að vinna við dyravörslu á þessum tíma og vissi svo sem ekkert almennilega hvert ég ætti að stefna. Það að vinna við að vera kraftakarl og leika í auglýsingum var ekki eitthvað sem ég vissi að væri hægt.“

Hafþór kveðst vera feginn því að hafa fylgt innsæinu á sínum tíma. „Það var eitthvað inni í mér sem sagði að ég væri að gera rétt. Ég gerði mér ekki grein fyrir því þá hvað það átti eftir að skila mér miklu. Ég gerði það sem hjartað sagði mér að gera. Það skilaði mér þeim árangri sem ég hef náð í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“

Andri Már varð fyrir alvarlegri líkamsárás og frelsissviptingu – „Í dag er ég frek­ar þakk­lát­ur fyr­ir þetta því þarna fékk ég nóg“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina

Hera Björk fallin niður í 27. sætið – Litlu má muna að lagið komist í aðalkeppnina