Berglind greip úlpuþjóf á barnum

Var að kaupa sér bjór með kortinu hennar

Maðurinn hafði stolið úlpu Berglindar og var að vinna í því að kaupa sér bjór á barnum með greiðslukortinu hennar þegar hún stöðvaði hann.
Bíræfinn þjófur Maðurinn hafði stolið úlpu Berglindar og var að vinna í því að kaupa sér bjór á barnum með greiðslukortinu hennar þegar hún stöðvaði hann.
Mynd: Twitter

Berglind „Festival“ Pétursdóttir, sem fer á kostum í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöldum á RÚV lenti í því leiðindaatviki að úlpunni hennar var stolið á skemmtistað í Reykjavík um helgina.

Berglind var þó heppin því hún fann þjófinn aftur. Þá stóð hann, klæddur í úlpuna að reyna að kaupa sér bjór á barnum með kortinu hennar. Að sögn Berglindar var maðurinn í mjög annarlegu ástandi. Hún náði að stöðva bjórkaup úlpuþjófsins og bað viðkomandi um að hunskast úr úlpunni.
Vinir hins sauðdrukkna manns vildu ólmir bæta Berglindi óþægindin með bjór á barnum, en að sögn Berglindar létu þeir sig hverfa af vettvangi áður en til þess kom.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.