fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Sigurður: „Þeir sem voru öðruvísi fengu að heyra það“

Þáttaröðin Ástandsbörnin verður flutt á Rás 1 um páskana

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 12. apríl 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þeir sem voru öðruvísi fengu að heyra það. Að vera ástandsbarn, kanabarn eða bretabarn eða hvað það var kallað, var sko alls enginn gæðastimpill. Langt því frá. Maður heyrði það líka frá fullorðnu fólki.“ Þetta segir Siguður Einarsson, einn viðmælenda Viktoríu Hermannsdóttur, í þættinum Ástandsbörnin sem verða fluttir á Rás 1 um páskana.

Þurfti að þola fordóma

Sigurður er sonur bandarísks hermanns og íslenskrar konu en móðir hans var aðeins 16 ára gömul þegar hún átti hann. Hún eignaðist annað barn tveimur árum síðar sem hún þurfti að gefa til ættleiðingar vegnar sárrar fátæktar
Í þáttunum er Ástandið svokallaða, á hernámsárunum, skoðað með augum ástandsbarna, börnum íslenskra kvenna og erlendra hermanna sem fæddust á Íslandi á hernámsárunum. Mörg þessara barna þurftu að þola fordóma vegna uppruna síns. Sigurður er einn þeirra.

Ólst upp í hrörlegum bretabragga

Heimilisaðstæður Sigurðar í æsku voru allt annað en auðveldar. Ungi hermaðurinn sem móðir hans hafði verið í sambandi með hvarf á braut og hún sat uppi með barn á sínu framfæri. Móðir Sigurðar bjó með móður sinni, sem var nýfráskilin við föður hennar, í hrörlegum bretabragga, sem voru verstu braggarnir og í þeim bragga sem þau bjuggu í skriðu rottur á milli þilja.

Saga Sigurðar og fleiri ástandsbarna er sögð í þáttaröðinni Ástandsbörn sem fluttir verða á Rás 1 alla páskadaga klukkan 10.15. Hægt verður að hlaða þeim öllum niður á hlaðvarpinu frá því að fyrsti þáttur fer í loftið, á skírdag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“