fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Standa sig verr í vinnunni ef kröfurnar eru of miklar

Streita er vaxandi vandamál í nútímasamfélagi sem þarf að vinna bug á

Kristín Clausen
Laugardaginn 1. apríl 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mér finnst við Íslendingar vinna of mikið. Við hörkum allt af okkur og mætum í vinnuna sama hvað raular og tautar. Það gerir yfirleitt illt verra.“ Þetta segir streituráðgjafinn Viktoría Birgisdóttir sem starfar hjá streitumóttöku Forvarna við að aðstoða fólk sem vill líða betur í vinnunni. Hún segir það alltof algengt að fólk, sem hefur árangurslaust flakkað um heilbrigðiskerfið í lengri eða skemmri tíma vegna hinna ýmsu einkenna, sem oftar en ekki má rekja til streitu og streituvaldandi aðstæðna.

Vinnum bug á streitunni

Streituvaldar eru margir og allt andlegt og líkamlegt álag er streituvaldur. Andlegt álag er verra, áhyggjur og óvissa er kvíðavaldur. Flest störf í dag valda meira andlegu en líkamlegu álagi. Andlegt álag veldur gjarnan andvöku sem er einn mesti og markvissasti streituvaldur sem til er.

Það er auðvelt að leiðrétta streitu, en það getur verið gott að fá hjálp sérfræðinga, t.d. geðlækna eða sálfræðinga til að leiðrétta streituna. Leiðréttingin byggist fyrst og fremst á því að finna út hvað veldur streitunni, þekkja streituna, greina ástandið rétt og setja markmið um bata, síðan er ákveðið hvernig skuli ná þeim markmiðum.

Neikvæðir í garð vinnunnar

„Við viljum aðstoða þessa einstaklinga sem hafa lengi reynt að leita lausna við sínum vandamálum. Hvort sem er með fræðslu eða viðtölum,“ segir Viktoría og bætir við að allir upplifi streitu einhvern tímann á lífsleiðinni. „Einkennin geta verið mjög mismunandi. Hjá sumum verður ónæmiskerfið veikara , hár blóðþrýstingur, vöðvabólga, neikvæðni og stuttur þráður. Þetta er aðeins brot af þeim einkennum sem geta fylgt streitu.“

Í tengslum við vinnustaði segir Viktoría að yfirleitt séu þeir sem þjást af streitu neikvæðir gagnvart vinnunni. „Þeir verða andlega fjarverandi, finna fyrir eirðarleysi og sumir mæta illa, og of seint, í vinnuna. Fólk sem er með sjúklega streitu stendur sig einfaldlega illa í vinnunni. Það getur því reynst mjög kostnaðarsamt fyrir vinnustaði að vera með streituvaldandi vinnuumhverfi.“

Hvernig skynjum við streitu

Það er misjafnt í hverju streita birtist og fer það fyrst og fremst eftir því hversu mikil streitan er. Væg streita er nokkuð sem við þekkjum öll, en þá getum við afkastað meiru en venjulega og getum unnið í kapp við tímann. Þetta ástand getur okkur fundist svo eftirsóknarvert, að við venjum okkur á að vinna í tímaþröng. Þegar streitan verður meiri fara líkamleg einkenni að koma í ljós s.s. vöðvaspenna, meltingartruflanir, svefntruflanir og þreyta. Verði streitan svo enn meiri eða viðvarandi versna þessi einkenni og við þau bætast samskiptaerfiðleikar, verkkvíði og þetta getur síðan leitt til ofsakvíða, svita og skjálfta.

Streituvaldar

Vinnustaðir verða streituvaldur í lífi fólks þegar kröfurnar verða of miklar og starfsfólk hefur hvorki tíma né getu til að standa undir þeim. Þá geta samskiptaörðugleikar og einelti á vinnustað orðið til þess að starfsfólk upplifir streitu. Einnig segir Viktoría að rannsóknir sýni fram á að starfsmenn skili töluvert meiri vinnu, á heildina litið, þegar þeir fái hvíld heldur en þegar þeir taka vinnuna með heim eða vinna fram eftir til að klára ákveðin mál. „Þeir sem mæta úthvíldir og vinna hefðbundinn vinnudag afkasta meiru en þeir sem vinna mikla yfirvinnu að jafnaði.“

Hún segir að það skipti miklu máli að allir séu meðvitaðir um hvað streita er og hvernig eigi að bregðast við svo hún verði ekki viðvarandi. Til að draga úr streitu ráðleggur Viktoría fólki að gera æfingar í núvitund. Það er að hafa athyglina á núinu á opinn og virkan hátt. Æfingarnar þurfa ekki að vera flóknar. Heldur að einbeita sér að hugsunum sínum í 5 til 10 mínútur á dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“