fbpx
Þriðjudagur 16.apríl 2024
Fókus

Kynferðisbrotin voru þögguð niður

Ólst upp í Vottum Jehóva – Öll mál voru leyst innan safnaðarins- „Þessar stelpur fengu aldrei neina hjálp við að takast á við ofbeldið“

Auður Ösp
Laugardaginn 1. apríl 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég og vinkonur mínar í söfnuðinum vorum 12 og 13 ára gamlar að ganga á milli húsa og fórum niður í Mjódd með nýjustu tölublöðin af Vaknið! og Varðturninum. Ég var í rauðri kápu og rósóttum kjól, og pældi eiginlega afar lítið í viðbrögðum fólks,“ segir Lilja Torfadóttir sem ólst upp innan Votta Jehóva en var útskúfað þaðan árið 2004 eftir að hafa komið út úr skápnum.

Í helgarviðtali DV rifjar Lilja upp æsku og unglingsárin innan safnaðarins og það sem hún varð vitni það. Brot úr viðtalinu má finna hér fyrir neðan en viðtalið í heild sinni birtist í helgarblaði DV.

Allt leyst innan safnaðarins

Það var ekki vel séð ef börn innan safnaðarins áttu vini þar utan. Lilja minnist þess ekki að hafa saknað jóla, páska og afmælisboða. „Ég var allt öðruvísi en aðrir krakkar en í raun angraði það mig ekkert. Ég pældi í raun lítið í því hvað aðrir voru að hugsa. Fyrir mér var þetta allt saman svo rétt sem ég var að gera. Og ég á líka góðar minningar frá þessum árum. Ég átti fullt af góðum vinum innan safnaðarins og við fórum til dæmis öll saman í sumarbústað á jólunum og það var óskaplega gaman. Að mörgu leyti var mjög vel hugsað um mann, enda snýst þetta allt saman um að halda samfélaginu saman og í sátt. Það snýst allt um fjölskylduna. Ég upplifði það líka eins og að vera partur af einhverju. Ég var hluti af heild.“

Frá 14 ári aldri starfaði Lilja í allt að 60 tíma á mánuði fyrir söfnuðinn.
Tók starfið alvarlega Frá 14 ári aldri starfaði Lilja í allt að 60 tíma á mánuði fyrir söfnuðinn.

Hún man eftir atvikum þar sem upp komst um kynferðisbrot innan safnaðarins. Þau brot voru þögguð niður enda náði æðsta vald ekki út fyrir söfnuðinn. „Einn níðingur var sendur í trúboðastarf til Svíþjóðar þegar upp komst að hann hefði brotið á ungum stelpum í söfnuðinum. Það fylgdu engin gögn með honum sem greindu frá því að hann væri kynferðisbrotamaður. Í öðru tilviki var stelpa beitt kynferðisofbeldi af föður sínum og málin voru leyst innan safnaðarins, í einhvers konar samstarfi við föðurinn. Þetta eru svo sem bara tvö dæmi af mörgum. Þessar stelpur fengu aldrei neina hjálp við að takast á við ofbeldið.“

Lilja tekur fram að hún sé ekki með staðreyndir um það hvernig tekið er á þessum málum innan safnaðarins í dag. „Ég vona innilega að reglugerðinni hafi verið breytt og þeir geri sér grein fyrir því að fórnarlömb ofbeldis þurfa utanaðkomandi hjálp.“

Lilja segir sérstakt að söfnuður sem styrktur er af ríkinu fái að komast upp með mannréttindabrot.
Heilaþvottur og andlegt ofbeldi Lilja segir sérstakt að söfnuður sem styrktur er af ríkinu fái að komast upp með mannréttindabrot.

Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

Hún segir að þegar hún líti til baka sé auðséð að það hafi verið vitað innan safnaðarins að á sumum heimilunum var ekki allt með felldu. „Þetta var svolítið eins og að búa í smábæ þar sem allir þekkja alla. Fólk kannski vissi af því að það viðgekkst ofbeldi á einhverju heimili en var ekkert að blanda sér inn í það. Það var alltaf leitast við „settla“ hlutina, halda öllu góðu og halda öllu innan þessa samfélags.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart