fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Egill hæðist að minnisleysi viðskiptamanna: „Finni kannski ekki jeppann sinn, þyrluna eða glæsihúsið“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. mars 2017 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Er þetta kannski ein forsenda þess að ná árangri í viðskiptum – að hafa slæmt eða valkvætt minni? “ spyr þáttastjórnandinn Egill Helgaon á bloggsíðu sinni.

Egill segir þar að afar slæmt minni virðist einkenna þá sem stunda viðskipti á íslandi. Þetta hafi komið fram hvað eftir annað. „Þarna er bæði um að ræða almennt minnisleysi, minnisglöp og minnisglöppur.“

Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis bera vitni því iðulega við að þeim reki ekki minni til hvernig staðið var að fléttunum við sölu Búnaðarbankans.

Þannig er á einum stað sagt um Ólaf Ólafsson: „Í vitnisburði Ólafs Ólafssonar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur 30. janúar 2017, kom fram að hann teldi með öllu ótækt að stóla á minnið um viðfangsefni rannsóknarinnar.“

Hreiðar Már Sigurðsson sagðist ekki reka minni til þess hvort Kaupþing eða önnur fyrirtæki í eigu þess, eða undir yfirráðum þess, hafi veitt ráðgjöf, lagt á ráðin um eða fjármagnað kaup Eglu hf., og þar með Hauck & Aufhäuser á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum.

Um sama atriði svaraði Sigurður Einarsson að honum væri ekki minnistætt hvernig í pottinn hefði verið búið.

Þá segir um skýrslu sem nefndin tók af þeim Ármanni Þorvaldssyni, Bjarka Diego, Kristínu Pétursdóttur, Steingrími Kárasyni og Magnúsi Guðmundssyni að „enginn þessara aðila kannaðist við eða rak minni til þess að Kaupþing eða dótturfélag þess í Lúxemborg hefðu komið að viðskiptum Hauck & Aufhäuser með hluti í Eglu hf.“

Þá er líka sagt um samhljóða svör Lýðs og Ágústs Guðmundssonar við fyrirspurnum nefndarinnar að „þeim ræki ekki minni til þessara atriða eða annarra sem umræddar fyrirspurnir nefndarinnar beindust að.“

Fjölmörg önnur dæmi eru í skýrslunni um að menn hafi borið við minnisleysi.

Agli þykir þetta sérstakt. „Á fólk með gott minni ekkert erindi í viðskipti?“ spyr hann og hæðist að tilsvörum mannanna. Sjálfur segist hann draga þann djöful að muna alla mögulega og ómögulega hluti.

„En stundum hlýtur maður að hafa áhyggjur af því að þessir viðskiptamenn finni kannski ekki jeppann sinn, þyrluna eða glæsihúsið. Minnisleysi getur tekið á sig alls konar myndir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“