fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Helgi Seljan deilir hrollvekjandi reynslu sinni: Púkar, rottur og andlitslausar konur sátu um hann

Segist hafa eytt heilu nóttunum í einhvers konar forgarði helvítis

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 23. mars 2017 13:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Á tímabili í kringum tvítugt kveið ég því svo að sofna að ég var við það að sturlast,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Helgi Seljan í bókinni Svefn eftir Erlu Björnsdóttur doktor í sálfræði.

Í bókinni er fjallað um ýmis svefnvandamál og lesendum gefin góð ráð. Á kápu bókarinnar segir að svefnvandamál séu algeng í hröðu nútímasamfélagi.

Í bókinni deilir Helgi með lesendum svokallaðri svefnrofalömun sem hann þjáðist af.

Getur sig hverfi hreyft

Svefnrofalömum lýsir sér þannig að maður getur sig hvergi hreyft rétt áður en maður festir svefn eða skömmu áður en maður vaknar. „Meðan á þessu stendur er fólk með meðvitund, og því getur fundist ástandið mjög óþægilegt, sérstaklega þegar öndunarerfiðleikar fylgja eins og stundum gerist,“ segir í umfjöllun á Vísindavefnum. Í bók Erlu kemur fram að ofskynjanir geti komið fram við svefnrofalömun; sjúklingar heyri þá hljóð eða sjá fólk eða verur sem eru ekki til staðar.

Í bókinni segir Helgi að hann hafi upplifað að vakna gjörsamlega lamaður, en þó enn sofandi á meðan um hann sátur allskonar óhugnanlegar verur.

Við það að sturlast

„Ég hef átt í ofboðslega flóknu sambandi við þetta fyrirbæri; svefn. Hann hefur þannig nýst mér til góðs og ills. Oftast góðs, eðlilega. Á tímum hefur hann þó veitt mér skálkaskjól. Og þangað hef ég flúið. Hef nefnilega aldrei átt í vandræðum með að sofna. En á móti hef ég oft vanrækt hann – eða ofnotað, sem hefur eiginlega verið mér verra. Á tímabili í kringum tvítugt kveið ég því svo að sofna að ég var við það að sturlast. Ástæðan var sjúklegar draumfarir mínar og martraðir. Líkast til hefur lifnaðurinn á mér haft mest um það að segja að ég eyddi heilu nóttunum í einhvers konar forgarði helvítis. Upplifði það að vakna gjörsamlega lamaður en þó enn sofandi á meðan um mig sátu púkar, rottur og afturgengnar, andlitslausar konur. Svona gekk þetta í marga mánuði þar til þetta hætti allt í einu, eins og hendi væri veifað. Sú tilfinning að sofna þreyttur og sáttur, setja einhvers lags punkt aftan við daginn, hefur mér lærst að vera farsælasta byrjun næsta dags. En þó að ég hafi lært það þýðir það ekki endilega að ég hlíti því alltaf,“ segir Helgi í bókinni.

Hér að neðan má lesa nánar um svefnrofalömun:

„Stundum greip hann í ökklana á mér og dró mig undir sængina“ – DV

Nótt eftir nótt vaknaði Helena Adelina, 24 ára, upp við vondan draum. Hún gat sig hvergi hreyft og var sannfærð um að einhver yfirnáttúruleg vera væri í herberginu. Stundum taldi hún sig sjá skuggaveru í herberginu en í öðrum tilfellum taldi hún sig heyra í henni.

//cdn.embedly.com/widgets/platform.js

Íslendingar deila hrollvekjandi reynslu sinni: „Svarta veran skríður smám saman upp bringuna á mér“ – DV

Tugir Íslendinga hafa deilt reynslu sinni af svefnrofalömun eftir að DV birti frétt um málið á dögunum. Lömunin lýsir sér þannig að viðkomandi getur sig hvergi hreyft, oft skömmu áður en maður festir svefn eða skömmu áður en maður vaknar.

//cdn.embedly.com/widgets/platform.js

Flosi lenti í óhugnanlegri lífsreynslu: „Þarna liggur maður bara fastur og vitstola af hræðslu“ – DV

Flosi Þorgeirsson, gítarleikari hljómsveitarinnar HAM, er einn fjölmargra Íslendinga sem kannast við einkenni svefnrofalömunar. Flosi rifjaði upp eitt óhugnanlegt atvik í viðtali við Útvarp Sögu á dögunum.

//cdn.embedly.com/widgets/platform.js

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki