Kim hélt að henni yrði nauðgað

Opnaði sig um vopnaða ránið í París í gærkvöldi

Mynd: EPA

Kim Kardashian ræddi í fyrsta skipti opinberlega frá ránið sem hún lenti í í París í október á síðasta ári. Hún sagðist í viðtalinu hafa verið viss um að mennirnir ætluðu sér að nauðga henni og drepa. CNN greindi frá þessu í morgun.

Forsaga málsins er sú að brotist var inn í hótelíbúðina þar sem Kim dvaldi ásamt aðstoðarkonu sinni en sú hafði brugðið sér frá þegar grímuklæddir byssumenn ruddust inn í íbúðina um miðja nótt.

Ræningjarnir, sem beindu byssu að höfði Kim, komust undan með skartgripi sem eru metnir á tæpa 11 milljón dollara. Kæra hefur verið gefin út á hendur 10 karlmönnum sem grunaðir eru um ránið og frelsissviptingu Kim.

Í viðtalinu við Kim sem birtist í raunveruleikaþættinum Keeping Up With The Kardashians segir hún meðal annars:

„Síðan setti hann límband yfir andlitið á mér og munninn svo ég myndi ekki öskra. Hann greip um lappirnar á mér, ég var bara í slopp og í engum fötum undir. Hann dró mig að sér fyrir framan rúmið og þá hugsaði ég. Þeir ætla að nauðga mér.“

Áfram hélt Kim með tárin í augunum:

„Ég var búin að undirbúa mig andlega en síðan gerði hann það ekki heldur teipaði lappirnar á mér saman.
Viðtalið við Kim birtist, líkt og áður segir, í nýjasta þætti raunveruleikaþáttarins Keeping Up With The Kardashians.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.