Fimmfalt húrra

Mynd: Haraldur Jónasson / Ljósmyndadeildin ehf.

Hæstiréttur Íslands fékk enn eina ferðina á baukinn frá Mannréttindadómstól Evrópu þegar hann á fimmtudag komst að þeirri niðurstöðu að dómurinn hefði brotið gegn tjáningarfrelsi Steingríms Sævars Ólafssonar, þáverandi ritstjóra Pressunnar, vegna ummæla sem birtust í Pressunni um Ægi Geirdal.

Erla, sem í þrígang hefur unnið mál gegn ríkinu á vettvangi Mannréttindadómstólsins, fagnar niðurstöðunni með fimmföldu húrrahrópi – enda hefur dómurinn í fimm skipti úrskurðað að Hæstiréttur hafi brotið á tjáningarfrelsi íslenskra blaðamanna.

„Hvaða afbrotafræðihugtak yrði notað um Jón Putta ef hann væri fimm sinnum í röð dæmdur fyrir að stela kjötlæri í búð?“ spyr Kristinn nokkur Hrafnsson Erlu á Facebook. Hún er snögg til svars, eins og hennar er von og vísa: „Við getum allavega orðað þetta þannig að hann fengi ekki vinnu í Bónus.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.