fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Þorsteinn varð fárveikur af alkóhólisma án þess að drekka: „Á endanum hrundi allt“

Auður Ösp
Föstudaginn 17. mars 2017 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í nokkrar vikur fékk ég að upplifa á eigin skinni hvað það er að verða fárveikur af alkahólisma án þess að drekka,“ segir Þorsteinn Gíslason einn af tugþúsundum Íslendinga sem háð hafa baráttu við Bakkus og lagt í kjölfarið flöskuna á hilluna. Í opinskárri færslu á facebook á dögunum lýsti hann því eilífðarverkefni að halda sæer réttum megin við strikið- og þeir afleiðingar sem það hafði fyrir hann að fara út af sporinu í bataferlinu.

Í færslu sinni ritar Þorsteinn að það hafi hingað til reynst honum hjálplegt að tjá sig opinberlega um það sem hann hefur gengið í gegnum í lífinu ,en að þessu sinni sé að skrefið þó örlítið þyngra.

„Eins og flestir vita þá er ég óvirkur alki. Hef verið edrú í rúmlega tvö og hálft ár, sem er meira en nokkur þorði að vona, eftir fleiri, fleiri ára basl og hrakfarir, særindi, vonbrigði, sjúkrahúsvistanir, fangelsi og þar fram eftir götunum.
Til þess að ná að snúa lífi sínu við þarf ekki bara að hætta neyslu, heldur þarf að verða mikil persónubreyting sem næst ekki nema með algjörri uppgjöf,og síðan vissri aðgerðaáætlun sem felst í því að gera upp fortíðina, koma auga á brestina í sér, bæta fyrir brotin gegn náunganum og sjálfum sér.“

Þorsteinn nefnir sem dæmi hvernig forgangsröðunin breytist í kjölfar þess að flaskan er lögð á hilluna og kveðst sjálfur hafa reitt sig á fundi og prógramm hjá 12 spora samtökum til að viðhalda batanum. Síðastliðið sumar hafi hann þó orðið full værukær og í kjölfarið fóru hlutirnir út um þúfur.

„Mér fannst það samt ekki því mér leið nefnilega alveg ágætlega yfirleitt,. Það var nóg að gera hjá mér í vinnunni, ég var duglegur að borga skuldir og stóð í skilum með reikningana. Ég fór á AA fundina mína…..eða svona þegar ég komst. Mér fannst ég í góðu sambandi við barnsmóður/kærustuna mína, allavega á meðan allt var eftir mínu höfði. Ég bjó nefnilega einn og fannst það bara fínt. Ég var með lilluna mína/okkar á pabbahelgum og fannst ég helvíti góður að „heimsækja“ þær mæðgur flest kvöld en fór svo bara heim til mín og hékk í tölvunni eða glápti á það sem MIG langaði að glápa á.“

Hann segir vanlíðan og skapgerðarbresti hafa magnast upp eftir því sem leið á veturinn. Það braut út í óútskýrðum pirringi, kvíðaköstum, ólund og frestunaráttu.

„Í byrjun desember þurfti ég að skipta um íbúð og þá var ástandið á mér þannig að ég ætlaði ekki að geta komið neinu í verk. Ég frestaði öllu eins og ég gat, allt óx mér í augum og mér fannst lífið bara hundleiðinlegt. En ég sá þetta ekki svona. Frá mínu sjónarhorni var þetta sennilega bara fólkið og umhverfið sem var sökudólgurinn.Og mér fannst enginn skilja mig. Og þar af leiðandi hlyti þá að vera best að finna bara nýtt umhverfið og nýtt fólk.“

Þorsteinn kveðst hafa litið á það svo að grasið væri alls staðar grænna en hjá honum sjálfum, þrátt fyrir að honum skorti ekkert. Hann var í góðri vinnu og átti barnsmóður sem sýndi honum mikla þolinmæði.

„Á endanum hrundi allt. Og þá á ég við lífið innra með mér. Og þegar það gerðist sá ég stöðuna. Barnmóðir mín, sem ég elska mjög mikið, gafst upp á þessu rugli og þegar ég reyndi að krafsa í bakkann og ætlaði að „laga“ þá versnaði það bara. Í nokkrar vikur fékk ég að upplifa á eigin skinni hvað það er að verða fárveikur af alkahólisma án þess að drekka. Eins skrýtið og það hljómar, þá hefur mig aldrei langað að drekka síðan 10.ágúst 2014, ekki eitt skipti. En líðanin var eins og ég hefði dottið í það. Mér fannst ég hafa skemmt svo mikið, sært svo mikið að ég er ennþá að reyna fyrirgefa sjálfum mér það.“

Þorsteinn kveðst síðan þá hafa lagt sig fram við að koma lífinu og sjálfum sér á réttan kjöl. „Ég setti meiri kraft í fundarsóknina mína, notaði 12 sporin aftur til að taka til í sálarfylgsinu og reyni að vera til staðar fyrir mitt fólk, dóttur mína og foreldra og einnig aðra alkahólista. Það er það sem ég kann en samt kann ég svo lítið,“ ritar hann og bætir við að líkamleg hreyfing hafi reynst sér vel, semog að biðja.

„Þegar allt kemur til alls þá ber ég einn ábyrgð á mínum bata. Ég þarf að vökva minn blett sjálfur, annars skrælnar hann bara. Það styttist í vorið elskurnar, elskum lífið, elskum fólkið okkar og verum þakklát. Því það er fullt að fólki sem getur bara látið sig dreyma um það sem þið hafið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla