fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

„Börnin græða ekkert á því að pabbinn eða mamman séu að segja: „Hlauptu upp kantinn“

„Hér standa sig allir með sóma“ – Allir eiga að fá að vera með – „Sjáum við þetta varla núorðið“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 16. mars 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Foreldrarnir vita það að börnin græða ekkert á því að pabbinn eða mamman séu að segja: „Hlauptu upp kantinn, farðu inn í, gerðu hitt og þetta. Hvernig eiga blessuð börnin að læra að átta sig á þessu sjálf ef það er einhver pabbi með stýripinna á hliðarlínunni. Það er engum til góðs að haga sér þannig, enda sjáum við þetta varla núorðið.“

Þetta segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í viðtali við Þór TV á Akureyri. Síðustu helgi var Guðni á Goðamóti Þórs í fótbolta með einum af sonum sínum. Hrósaði Guðni mótshaldinu. Þá ræddi Guðni um foreldra á hliðarlínunni sem láta heyra í sér með skömmum og hrópum. Sagði Guðni að slík hegðun væri sem betur fer smám saman að deyja út.

„Hér er svo góður andi. Krakkarnir skemmta sér. Foreldrarnir kunna sig. Blessunarlega hefur það skilað árangri nokkurs konar átak sem sett var í gang fyrir nokkrum árum að pabbarnir og mömmurnar væru ekki að reyna fjarstýra krökkunum af hliðarlínunni, hvað þá að veita dómurum vingjarnarlegar leiðbeiningar. Hér standa sig allir með sóma. Það á ekki að haga sér þannig enda standa þeir sig með prýði.“

Bætti Guðni við að það væri engum til góðs að haga sér með slíkum hætti. Aðspurður hvort hann sleppti sér á hliðarlínunni og hrópaði á sín börn svaraði Guðni neitandi.

„Börnin eru hérna til að skemmta sér, bæta sig. Þau eru kappsöm auðvitað og vilja vinna. En þegar leik er lokið tekur það kannski örfáar mínútur að svekkja sig. Það eru allir vinir hérna. Það væri svo fjarri okkur foreldrum finnst mér að fara stressa blessuð börnin þegar þau eru bara hérna í leik og keppni.“

Afreksstefna

Mynd: MYND Karl Petersson

Þá kom Guðni inn á nauðsyn þess að öllum sem vilja æfa og leika sér sé sinnt og allir fái að vera með á sínum forsendum, líka þeir sem skara fram úr.

„Þetta tvennt er vel hægt að sameina. Ég fjallaði líka um það að þjálfarar og aðrir ættu ekki að setja þá pressu á krakka að hætta að æfa í einni íþrótt til að einbeita sér að annarri. Í því felst mikil skammsýni.“

Þá sagði Guðni einnig:

„Guð hjálpi mér að við förum aftur að gera eins og þegar ég var ungur. Það var bara valið í lið tveir bestu strákarnir eða tvær bestu stelpurnar og svo sátu þeir alltaf eftir sem ekki höfðu mestu hæfileikana. Allt svoleiðis verðum við að forðast. Við þurfum að leyfa öllum að vera með. Þetta gildir líka um aðrar íþróttir.

Mér finnst dálítið áhyggjuefni að tiltölulega snemma er farið að segja við krakka núna; „ja ef þú ætlar að einbeita þér að handbolta, þá áttu ekkert að vera í fótboltanum. Ef þú ætlar í fótbolta, þá getur þú ekkert verið að stunda aðrar íþróttir.“ Þetta er svo vitlaust krakkana vegna og líka út frá íþróttunum. Ég skal segja þér eina sögu:

Það var rússneskur handboltamaður sem kom til stjörnunnar og hann var svakalega flinkur og smaug í gegnum varnirnar. Ég var að spyrja hann, þá hlýtur að hafa lært þetta á handboltaæfingum í gamla daga. Ykkur hlýtur að hafa verið kennt þetta í Rússlandi. Hann sagði:

„Nei, þetta lærði ég ekki í handboltanum. Ég var í júdó.“

Hann var lítill og nettur og í júdó varð hann að nota snerpuna og hraðann og kunna að smeygja sér úr fangbrögðum. Þannig að ég er algjörlega á móti því að við séum að leita að sérhæfingu tiltölulega snemma eða að finna bestu krakkana tíu, ellefu, tólf ára.“

Hætta á að missa marga krakka úr íþróttum

Mynd: 123rf.com

Guðni benti einnig á að krakkar taka út kynþroska á mismunandi tíma. Sumir krakkar vaxa úr grasi og verða höfðinu hærri en jafnaldrar sínir 11 og 12 ára. Hættan sé sú að þessum krökkum sé ekki sinnt.

„ … svo koma litlu krakkarnir og ná þeim 15 og 16 ára. Ef þeim er ekki sinnt á þessum tíma þá erum við kannski búin að missa svo marga úr íþróttum. Burt með alla afreksstefnu hjá tíu ellefu og tólf ára krökkum. Það skilar sér ekki.

Það er skylda félaganna að sinna öllum jafnt, sjá afrekskrakkana og hlúa að þeim en einblína ekki á þá. Leyfa hinum að vera með. Það kennir líka þessum flottu og duglegu, það kennir þeim líka margt í íþróttinni að taka tillit til annarra, hjálpa og vera með. Styðja þá sem eru ekki alveg eins góðir. Þetta eru íþróttafélög sem fá styrki frá hinu opinbera og það er skylda þeirra að sinna öllum. Það eru skilaboð forsetans.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=kGQFYwBRg8Y&w=660&h=415]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Fyrir 2 dögum

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 5 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla