fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Williams leikur Joplin

Kolbrún Bergþórsdóttir
Sunnudaginn 12. mars 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Michelle Williams fer með hlutverk Janis Joplin í nýrri mynd sem byggð er á bókinni Love, Janis eftir Lauru Joplin, systur Janis. Leikstjóri myndarinnar er Sean Durkin. Janis Joplin dó árið 1970, 27 ára gömul, vegna of stórs skammts af heróíni. Williams er himinlifandi yfir því að hafa verið valin í hlutverkið. „Þetta verður mikil vinna,“ segir hún. „Ég þráði að fá að leika Janis og sóttist eftir hlutverkinu.“ Williams hefur leikið í söngleikjum þar á meðal Cabaret á Broadway og leikur í söngvamyndinni The Greates Showman á móti Hugh Jackman.

Williams hlaut mikið lof fyrir leik sinn í Manchester By the Sea og var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir frammistöðu sína. Hún segist ekki taka að sér hlutverk sem kosti mikla fjarveru frá dóttur hennar, Matthildu sem hún átti með leikaranum Heath Ledger sem lést árið 2008 vegna of stórs lyfjaskammts. Williams heldur dóttur sinni, sem er tíu ára, frá sviðsljósinu eins og hægt er. Sumt er þó ekki hægt að koma í veg fyrir, eins og þegar lítil stúlka gekk að Matthildi á veitingastað og spurði hana hvernig henni þætti að vera fræg vegna þess að pabbi hennar hefði dáið eins og Michael Jackson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana