fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

28 ára karlmaður féll fyrir 82 ára konu: Nýgift og hamingjusöm

Ástin spyr ekki um aldur

Kristín Clausen
Sunnudaginn 26. febrúar 2017 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar flest fólk fær símhringingu úr vitlausu númeri kveður það kurteisilega, eftir að misskilningurinn hefur verið leiðréttur, og heldur áfram með lífið. En ekki Sofian Loho Dandel sem er 28 ára bifvélavirki frá Indónesíu.

Á síðasta ári fékk hann símtal frá konu sem hann þekkti ekkert. Í stað þess að kveðjast eftir að í ljós kom að hún hafði hringt í vitlaust númer töluðu þau um allt mögulegt í klukkutíma áður en þau slitu símtalinu.

Sofian kveðst hafa kolfallið fyrir rödd konunnar, sem heitir Marthe. Eftir nokkur símtöl ákváðu þau að hittast. Á þessum tímapunkti hafði Sofian ekki hugmynd um hvað konan, sem hann var orðinn ástfangin af væri gömul.

Þegar hann mætti í sína fyrstu heimsókn til Marthe brá honum nokkuð þegar 82 ára kona kom til dyra en hann hafði enga hugmynd um að konan sem hann var kolfallin fyrir væri 54 árum eldri en hann sjálfur.

Hann ákvað þó að staldra við og þau Marthe töluðu saman í tvær klukkustundir í þessari fyrstu heimsókn af mörgum. Hún sagði honum meðal annars að hún hefði búið ein síðastliðin 10 ár eftir að eiginmaður hennar féll frá en börnin þeirra tvö búa ekki í Indónesíu.

Nokkrum vikum síðar bað Sofian Marthe en þau gengu í hjónaband þann 18. febrúar síðastliðinn að viðstöddum fjölskyldu og vinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“