fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Þolandi hefndarkláms þakkar Óttari

„Takk Óttar. Takk fyrir tækifærið sem við fáum núna til þess að fræða fólk“

Kristín Clausen
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig langar að þakka Óttari fyrir hans innlegg í þessa umræðu,“ segir Júlía Birgisdóttir sem höfðaði mál gegn manni árið 2015 sem lak kynlífsmyndbandi af þeim á netið. Júlía segir að vegna orða Óttars Guðmundssonar, geðlæknis, í Síðdegisútvarpinu í gær séu allir að tala um hefndarklám í dag. Af því leiðir að ótal margir séu loks að öðlast skilning á ofbeldinu og var ábyrgðin liggur.

Geta sjálfum sér um kennt

Í gær sagði Óttar að konur gætu sjálfum sér um kennt ef einhver birtir nektarmyndir af þeim á netinu og að fólk beri sjálft ábyrgð á því sem þeir setja á netið sjálfir.

„Að konurnar, þær eru að senda af sér nektarmyndir af brjóstum eða kynfærum til einhvers sem þær treysta, einhver elskhugi sem tekur myndina og svo þegar sambandið súrnar þá náttúrulega setur hann myndina á netið og þá er konan allt í einu orðin ægilegt fórnarlamb.“

Mál Júlíu komst í hámæli í desember 2015 eftir að hún ræddi opinskátt um lífsreynslu sína sem þolandi stafræns kynferðisofbeldis í Kastljósi.

Sjá einnig: Einkamáli Júlíu vísað frá: „Gott að búa í réttarríki!“

Sjá einnig: Fyrrverandi kærasti Júlíu tók upp kynlífsmyndband og setti á netið

Óbætanlegar afleiðingar

Í pistli sem Júlía birti á Facebook síðu sinni í dag greinir hún frá því að ákvörðunin um að leita réttar síns, hafi verið með þeim erfiðari sem hún hefur tekið. „Afleiðingarnar sem ofbeldið og tilraunir til að leita réttar míns hafa haft á lífið hjá mér eru ólýsanlegar og óbætanlegar.“

Júlía segir að alltof margir taki undir sjónarmið Óttars, að ábyrgðin sé þolandans. „Allt of margir smætta ofbeldið og kalla það saklaust. Þannig aftur, takk Óttar. Takk fyrir tækifærið sem við fáum núna til þess að fræða fólk um hvað stafrænt kynferðisofbeldi er og hversu alvarlegt það er.“

Síðustu tvö og hálft ár hefur líf Júlíu verið undirlagt af því að takast á við ofbeldið, leita réttar síns og þrýsta á um úrbætur.

„Að stíga fram undir nafni og mynd var hluti af því að því að opna umræðuna. Fæstir skildu af hverju ég lagði þetta á mig ótilneydd og nú langar mig að segja ykkur af hverju.“

Var heppin

Júla segir að hún hafi verið „heppin“ í þeim skilningi að hún samþykkti ekki upptöku myndbandsins af sér. Það var tekið án hennar vitundar og sett í dreifingu án hennar samþykkis.

„Þessi staðreynd gerði það verkum að ég gat komið fram í fjölmiðlum án þess að vera tætt niður fyrir að vera „trúgjörn, vitlaus, geta sjálfri mér um kennt, hafa átt þetta skilið,“ segir Júlía og bætir við:

„Ég bað ekki um þetta. Ég vildi aldrei vera í þeirri stöðu að nota persónulega reynslu í baráttunni við stafrænt kynferðisofbeldi. En vegna þess hversu brengluð umræðan um þessi brot var (á þessum tíma var þetta kallað hefndarklám) þá fann ég til ábyrgðar gagnvart öðrum þolendum. Þolendum sem voru í mun viðkvæmari stöðu en ég. Þolendum sem hefðu fengið bessevissera internetsins yfir sig yfir hvað þau voru heimsk og gátu sjálfum sér um kennt. Þolendum sem höfðu ekki rödd né stuðning.“

Að lokum segir Júla:

„Eftir allt, öll áhrifin og afleiðingarnar sem þetta atvik hefur haft á mig þá eru viðtöl eins og þetta við Óttar og umræðan í kjölfarið fullvissa um að ég hafi gert rétt með því að koma fram. Þrekvirki hafa unnist í þessari baráttu en það vantar enn talsvert upp á. Risastórt skref er að við séum öll á sömu blaðsíðunni þegar kemur að þessu kynferðisofbeldi, sem og öðrum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana