fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Aðstoða íslenska hönnuði á Reykjavík Fashion Festival

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 22. febrúar 2017 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavík Fashion Festival verður haldin í sjöunda sinn dagana 23.–25. mars 2017. Verður hátíðin haldin samhliða Hönnunarmars og fara viðburðir fram í Silfurbergi í Hörpu – tónlistar- og ráðstefnuhúsi. Hátíðin hefur verið haldin í marsmánuði frá árinu 2010 og hefur stækkað ár frá ári og þykir stökkpallur fyrir hæfileikaríka fatahönnuði. Hátt í 180 manns taka þátt í undirbúningi RFF og stendur undirbúningur yfir í sex mánuði.

Hönnuðir sem munu vera með tískusýningu á Reykjavík Fashion Festival í ár eru Another Creation, Anita Hirlekar, Cintamani, Magnea, Myrka og Inklaw.

Frá vinstri: Hönnuðirnir Guðjón Geir Geirsson, Cristopher Cannon, Anton Birkir Sigfússon og Róbert Ómar Elmarsson, en þarna var verið að taka upp kynningarmyndband fyrir vinnustofu Inklaw.
Í fjörunni hjá Hrafni Gunnlaugssyni Frá vinstri: Hönnuðirnir Guðjón Geir Geirsson, Cristopher Cannon, Anton Birkir Sigfússon og Róbert Ómar Elmarsson, en þarna var verið að taka upp kynningarmyndband fyrir vinnustofu Inklaw.

„Þetta er flottur hópur sýnenda sem gefa hver á sinn hátt vel til kynna hversu fjölbreyttur okkar tískuheimur er. Anita Hirlekar, sem hefur hlotið mikla athygli erlendis, er að sýna sína fyrstu línu á Íslandi, Harpa Einars mun frumsýna sitt nýja brand MYRKA og Cintamani kynnir nýja stefnu sem er „streetwear“-miðað. Inklaw mun stíga fyrsta skrefið á pöllum með mjög spennandi og nýstárlegt konsept, og eru Ýr og Magnea að sýna áframhaldandi þróun á línum sínum en við munum eftir stórkostlegum sýningum þeirra frá síðustu hátíð. Sumir hafa áður sýnt á hátíðinni en aðrir koma nýir inn og mikil eftirvænting er ríkjandi varðandi hvað hönnuðir munu sýna á pöllum RFF,“ segir Kolfinna Von Arnardóttir, framkvæmdastjóri Reykjavík Fashion Festival.

Kynna hönnuði með myndböndum

Í ár var ákveðið að auka kynningu á hverjum hönnuði fyrir sig til að kynna betur hverjir það eru sem koma að íslensku tískusenunni. Einnig vildi RFF tengja hönnuði betur út fyrir landsteina. Því flutti Reykjavík Fashion Festival, í samvinnu við Icelandair, inn tökufólk sem starfar einnig fyrir útgáfufélagið Conde Nast. Fyrir þá sem ekki vita er Conde Nast leiðandi útgáfufélag í tísku og lúxustímaritum og þótti tvíeykið Juliane Ullmann og Marco Lewes hæfast til að vera hönnuðum innan handar við framleiðslu kynningarmyndbanda fyrir tískuhönnuði.

Myndataka fór fram fyrir utan hús Hrafns Gunnlaugssonar.
Guðjón Geir Geirsson Myndataka fór fram fyrir utan hús Hrafns Gunnlaugssonar.

„Þau eru einnig að vinna sér inn gagnagrunn sem nýtist þeim í framtíðarverkefnum svo við komumst að samkomulagi um að þetta yrði öllum til góða. Við erum virkilega ánægð með þetta nýja skref. Nú vinnum við að því að búa til flott kynningar-arkív um hönnuði sem koma að RFF og ætlum að búa til gagnagrunn um íslenska tískuhönnuði,“ segir Kolfinna.

Ný heimasíða

Um helgina var ný heimasíða RFF opnuð og þar munu myndböndin fljótlega birtast. Tvíeykið sem kom til landsins hefur áður búið til myndskeið fyrir blöð í eigu útgáfunnar, meðal annars Vogue, Architectural Digest og GQ magazine en einnig kynningarmyndbönd fyrir þekkta hönnuði á borð við Mikael Kors. Tökur fóru fram um helgina á vinnustofum hönnuða og úti í náttúrunni.

„Tískan er mikið kynnt á netinu. Það er því mikilvægt að hafa sterkt teymi með sér. Hugsunin á bak við þetta var að búa til góða kynningu á hönnuðum áður en sýningar fara fram og leyfa fólki að kynnast hverju og einu brandi. Þetta sama teymi kemur svo aftur hingað til Íslands og verður viðstatt hátíðina og tekur hana upp,“ segir Kolfinna og bætir við:

„Við lögðum upp úr því að hönnuðir fengju að kynnast tvíeykinu persónulega. Samstarf sem þetta er dýrmætt og tengingar og vinskapur þróast á milli hönnuða og erlendra fagaðila og aldrei er hægt að vita hvert það leiðir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“