fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Tíu ára og vill bjarga heiminum

Sjónvarpsþáttur Ævars vísindamanns varð feðgum innblástur – Atli vill aðstoð frá Íslendingum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er skemmtilegt og hefur fengið afar mikil viðbrögð,“ segir blaðamaðurinn Svavar Hávarðsson í samtali við DV. Svavar sagði á Facebook frá aðdraganda þess að fjölskyldan – að áeggjan hins tíu ára, Atla – ákvað að fara út að tína rusl. Á sunnudag fyllti fjölskyldan þrjá sorppoka af rusli innan borgarmarkanna.

Þetta hófst á því að þeir feðgar, Svavar og Atli sonur hans, horfðu á sjónvarpsþætti með Ævari vísindamanni. „Við tókum netta fjögurra þátta syrpu í gærkvöldi og lærðum báðir margt gagnlegt. Eitt af því sem Ævar fjallaði um var að allir skipta máli þegar kemur að því að varðveita jörðina okkar sæmilega heillega – ef allir gera eitthvað verður þetta allt í lagi. Við getum nefnilega snúið vörn í sókn,“ skrifar hann á Facebook.

Ævar vísindamaður er afar ánægður með framtak Atla.
Áhrifavaldur Ævar vísindamaður er afar ánægður með framtak Atla.

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Boðskapurinn hreyfði við þeim. „Þess vegna fórum við fjölskyldan í dag og hófum verkefni sem Atli kýs að kalla hinu mjög svo lágstemmda nafni – #SavetheWorld,“ segir Svavar glettinn á Facebook. Fjölskyldan gekk rúmlega hálfan annan kílómetra, frá Skarfabakka að listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Á þeirri göngu fylltu þau tvo svarta poka af rusli, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þriðji pokinn var svo fylltur við Vífilsstaðavatn og í Elliðaárdalnum.

Atli bað föður sinn að segja frá þessu á Facebook, og biðja þar fólk um að hjálpa honum að bjarga jörðinni. Svavar, sem má vera stoltur af syni sínum, segir við DV að þetta hafi aðeins verið fyrsta skrefið. Atli hugsi verkefnið til langrar framtíðar og hvetji alla til að taka þátt.

Ævar vísindamaður, Ævar Þór Benediktsson, er afar ánægður með framtak fjölskyldunnar. „Þetta er auðvitað ekkert annað en frábært og greinilegt að Atli er bæði með höfuðið og hjartað á réttum stöðum,“ segir hann við DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“