fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Gunnar: Versti óttinn varð að raunveruleika

Afmyndaðist eftir flugeldaslys – Fyrstu dagana var tvísýnt um hvort hann fengi sjón aftur – Þrátt fyrir alvarlega áverka hefur Anton náð undraverðum bata

Kristín Clausen
Sunnudaginn 19. febrúar 2017 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég veit að ég er orðinn blindur,“ voru fyrstu orðin sem Anton Freyr Gunnarsson sagði eftir að heimatilbúin sprengja sprakk beint í andlitið á honum þann 4. janúar síðastliðinn. Anton, sem er nýorðinn 16 ára, gerði sprengjuna úr sjö tertum, þar á meðal einni sýningartertu, sem hann keypti sjálfur fyrr um daginn. Margar klukkustundir fóru í að útbúa sprengjuna sem nærri kostaði hann lífið. Foreldrar hans lýsa aðkomunni að slysstað svo hryllilegri að þau eigi aldrei eftir að gleyma augnablikinu þegar þau sáu fyrst framan í son sinn þar sem hann skvetti vatni framan í sig afmyndaður eftir sprenginguna.

Andlitið afmyndað

„Augun voru brunnin, andlitið svart og afmyndað af sóti, brunasárum og blóði. Það lak úr eyrum hans og hægri höndin var svo tætt að kjöttægjur fóru út um allt,“ segir Gunnar Þór Magnússon, faðir Antons Freys, og bætir við að fyrstu viðbrögð hans hafi verið að reyna að forða móður Antons, Helgu Ísfold Magnúsdóttur, frá því að horfa framan í drenginn af ótta við viðbrögð hennar við að sjá barnið þeirra í þessu ástandi.

Betur fór en á horfðist í fyrstu en Anton Freyr hefur náð undraverðum bata á þeim rúmlega sex vikum sem liðnar eru frá kvöldinu örlagaríka. Sjónin er að megninu til komin til baka og brunasárin hafa gróið svo vel að læknarnir sem séð hafa um Anton frá slysinu segja það kraftaverki líkast.

Augun sködduðust mikið í slysinu.
Smyrsl kældu brunasárin fyrstu dagana Augun sködduðust mikið í slysinu.

Mynd: Úr einkasafni

Blaðamaður DV settist niður með Antoni og foreldrum hans á heimili þeirra í Þorlákshöfn í vikunni. Öll eru þau sammála um að margir hefðu gagn af því að lesa um skelfilega lífsreynslu þeirra svo hægt sé að draga lærdóm af henni. Anton segir mjög algengt að „krakkar“ séu að útbúa og sprengja heimatilbúnar sprengjur dagana í kringum áramótin. Faðir hans tekur í sama streng og telur sig hafa ofmetið getu sonar síns til að umgangast flugelda.

„Það verður að passa miklu betur upp á börn og unglinga á þessum árstíma. Ég ofmat aldur hans og þroska og tel að söluaðilar flugelda geri það líka með því að hafa aldurstakmarkið aðeins 16 ára. Ég ætla aldrei að horfa upp á svona aftur.“

Versti óttinn varð að raunveruleika

Fjölskyldan er sammála um að allir hafi lært mikið af þessari skelfilegu lífsreynslu. „Ég á örugglega eftir að sprengja aftur en aldrei taka neitt í sundur,“ segir Anton. Gunnar segir að hann muni héðan í frá vera meira vakandi fyrir flugeldanotkun barna sinna. „Ég ofmat þroska hans til að umgangast flugelda og héðan í frá mun ég aldrei sofna á verðinum. Ég ætla aldrei að horfa upp á svona slys aftur.“

Þá segir Gunnar að það sé mjög fjarlæg hugsun að svona erfið lífsreynsla geti bankað upp á fyrirvaralaust.

„Það sem ég óttaðist mest var að koma að barninu mínu svona. Og svo gerist það. Ég man varla eftir fyrstu fjórum sólarhringunum. Svefnleysi, ótti og hugsanir um það hverjar afleiðingarnar af slysinu yrðu. En þetta gerist og ég bið fólk um að gæta vel að börnunum sínum og ræða við þau um þessa hluti. Það er svo mikið í húfi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Í gær

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“