fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Ingó veðurguð: „Slétt sama því ég veit þetta eru eintómir pappakassar“

Hvetur réttlætisriddara og góða fólkið til að kynna sér fyrirlestur lagadósents

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 17. febrúar 2017 14:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðtal Visir.is við Hafstein Þórs Haukssonar, dósent við lagadeild Háskóla Íslands, hefur vakið mikla athygli. Tilefnið var fyrirlestur Hafsteins Þórs á hátíðarmálþingi Orators í vikunni sem bar yfirskriftina „Réttarsalir samfélagsmiðlanna“ og fjallaði í stuttu máli um þá opinberu smánun sem nánast daglega á sér stað á samfélagsmiðlum um fólk sem hættir sér út í opinbera umræðu eða misstígur sig með einhverjum hætti. Lesa má ítarlegt viðtal við Hafstein Þór á Visir.is.

Benti Hafsteinn Þór á að samfélagsmiðlar gegni mikilvægu hlutverki í nútímasamfélagi en eigi sér þó skuggahliðar.

Snjókornið finnur ekki fyrir ábyrgð á snjóflóðinu.

„Ein af þessum skuggahliðum er þessi opinbera smánun sem viðgengst þar. Þar sem fólk, stundum fyrir litlar eða nánast engar sakir, fyrir að segja misheppnaðan brandara eða eitthvað er slitið úr samhengi, verður fyrir því sem ég hef kallað snjóflóði á netinu. Þar sem það er alveg tekið og sallað niður með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir viðkomandi. Fólk glímir við þunglyndi, getur ekki eignast vini eða maka vegna þess að um leið og því er slegið upp á Google kemur fram hvers lags viðbjóður þetta fólk sé að mati einhverra annarra. Það fylgja þessu sjálfsvíg og svo framvegis,“ sagði dósentinn
´
Hann sagðist velta fyrir sér afhverju sómakært fólk tæki þátt í slíkri skriðu, að hella sér yfir fólk á netinu en taldi að einstaklingar gerðu sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem fylgir gjörðum þeirra. Benti hann á línu úr bókinni „So You‘ve Been Publicly Shamed“ eftir Jon Ronson en þar segir „að snjókornið finni ekki fyrir ábyrgð á snjóflóðinu.“

Tekur Lúkasarmálið sem dæmi

Vísaði hann í nokkur íslensk dæmi um opinbera smánun á netinu, til dæmis Lúkasarmálið, fjárkúgunarmál systranna Hlínar og Malínar, svívirðingarnar gegn Birni Steinbeck sem og ummæli Hildar Lilliendahl um söngkonuna Hafdísi Huld sem vöktu mikla hneykslan.

Hafsteinn sagði enga einfalda lausn til þess að vinna á þessu þjóðfélagsmeini. „Ég veit ekki svarið við því og er örugglega ekki bestur til að meta það. En ég er aðeins búinn að hugsa það og ætla að skoða þetta meira. Við getum ekki losnað við nettröllin svokölluðu. Það verða alltaf einstaklingar sem ganga mjög langt í svívirðingum og hótunum. Ég held að best væri ef sómakært, ígrundað fólk sem vill vel og vill búa í réttarríki og samfélagi, ef það hættir að taka þátt í þessu og áttar sig á því að þó það sé bara snjókorn þá er það hluti af snjóflóði. Ef það áttar sig á því og hættir þessu þá væri ástandið miklu skárra,“ segir Hafsteinn.

„Réttlætisriddararnir og góða fólkið ættu að lesa þetta“

Einn af þeim sem tjáir sig um málið er Ingólfur Þórarinsson, veðurguð með meiru. Ingólfur er reglulega á milli tannanna á fólki útaf skoðunum sínum og honum fannst fyrirlestur Hafsteins afar áhugaverður. „

„Gríðarlega áhugavert, réttlætisriddararnir og góða fólkið ættu að lesa þetta. Því miður eru það oftast þessir réttsýnu og góðu (að eigin mati) sem stunda þetta því þeirra er sannleikurinn og tilgangurinn helgar meðalið. Meðalið sem er að úthúða þeim sem fara með fleipur eða eru þeim ósammála. Ég hef nú nokkrum sinnum lent í því að verða fyrir þessari smánum en mér er að vísu slétt sama því eg veit þetta eru eintómir pappakassar,“ segir Ingó.

Þá segir hann áhugavert að Hafsteinn minnist manneskju sem fórnarlamb opinberrar smámunar, „sem hefur einmitt stundað grimmt að smána fólk opinberlega,“ segir Ingólfur og á þar við Hildi Lilliendahl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“