Heimatilbúin sprengja kostaði Anton Frey næstum því lífið

Afmyndaðist eftir flugeldaslys - Fyrstu dagana var tvísýnt um hvort hann fengi sjón aftur - Þrátt fyrir alvarlega áverka hefur Anton náð undraverðum bata

Anton Freyr er búinn að læra sína lexíu.
Hefur lært Anton Freyr er búinn að læra sína lexíu.
Mynd: DV ehf / Sigtryggur Ari

„Ég veit að ég er orðinn blindur,“ voru fyrstu orðin sem Anton Freyr Gunnarsson sagði eftir að heimatilbúin sprengja sprakk beint í andlitið á honum þann 4. janúar síðastliðinn. Anton, sem er nýorðinn 16 ára, gerði sprengjuna úr sjö tertum, þar á meðal einni sýningartertu, sem hann keypti sjálfur fyrr um daginn. Margar klukkustundir fóru í að útbúa sprengjuna sem nærri kostaði hann lífið. Foreldrar hans lýsa aðkomunni að slysstað svo hryllilegri að þau eigi aldrei eftir að gleyma augnablikinu þegar þau sáu fyrst framan í son sinn þar sem hann skvetti vatni framan í sig afmyndaður eftir sprenginguna.

„Augun voru brunnin, andlitið svart og afmyndað af sóti, brunasárum og blóði. Það lak úr eyrum hans og hægri höndin var svo tætt að kjöttægjur fóru út um allt,“ segir Gunnar Þór Magnússon, faðir Antons Freys, og bætir við að fyrstu viðbrögð hans hafi verið að reyna að forða móður Antons, Helgu Ísfold Magnúsdóttur, frá því að horfa framan í drenginn af ótta við viðbrögð hennar við að sjá barnið þeirra í þessu ástandi.

Betur fór en á horfðist í fyrstu en Anton Freyr hefur náð undraverðum bata á þeim rúmlega sex vikum sem liðnar eru frá kvöldinu örlagaríka. Sjónin er að megninu til komin til baka og brunasárin hafa gróið svo vel að læknarnir sem séð hafa um Anton frá slysinu segja það kraftaverki líkast.

Í helgarblaði DV er að finna ítarlega umfjöllun um málið

Viltu lesa meira? Þú getur strax lesið þessa grein og aðrar í heild sinni hér á DV.is með því að ýta á „Sjá meira“ og nýta þér hagstæða áskriftartilboð frá aðeins 928 kr. á mánuði.
Sjá meira »
Gleymt lykilorð?
Auglýsing

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.