Ólafur: Rændi mannorði mínu

Mynd: © Gudmundur Vigfusson © Gudmundur Vigfusson

Trump hjónin, og þá aðallega Donald, hafa verið harðlega gagnrýnd eftir að Trump sór embættiseið og kom sér fyrir í Hvíta húsinu. Trump hafði aðeins verið við völd í nokkra daga þegar hann tók ákvörðun um að vísa fólki frá ákveðnum löndum á brott og setti á ferðabann. Dóttir forsetans, Ivanka Trump hefur einnig orðið fyrir árásum.

Sjá einnig: „Þú ert enginn „fokking“ borgarstjóri“

Ólafur F. Magnússon fyrrverandi borgarstjóri í Reykjavík tjáir sig um Ivönku á Facebook og kemur henni til varnar. Heldur Ólafur fram að fólk til vinstri í pólitík séu að reka í hana hornin af illsku einni saman og gefur í skin að um einelti sé að ræða. Ólafur hefur áður tjáð sig um einelti vinstri manna og svo fjölmiðla. Fyrir þremur árum sakaði hann Spaugstofuna, Áramótaskaupið, Kastljósið, DV, Nýtt Líf og Kjarnann um einelti og kallaði Jón Gnarr, Sigurjón Kjartansson og Ilmi Kristjánsdóttur „eineltissérfræðinga“. Kveikjan að eineltinu sagði Ólafur að hefði verið ummæli Bjarkar Vilhelmsdóttur og í kjölfarið orðið fyrir ýmis konar árásum meðal annars frá vinstri sinnuðum kennurum.

Segir borgarstjórinn fyrrverandi að Ivanka sé nú, rétt eins og hann á árum áður, að verða fyrir árásum frá vinstrimönnum. Ólafur segir:

„Glæsilega og geðþekka Ivanka Trump finnur víða fyrir öfundar- og illskugenunum, sem þó eru ekki jafn algeng í Bandaríkjunum og hér á Íslandi.“

Sjá einnig: „Ég sagði á hverjum einasta degi að ég vildi ekki lifa lengur“

Ólafur segir fólki að trúa ekki orði sem sagt sé um hana.

„Ég þekki vinstrið af eigin raun frá því að ég var borgarstjóri, fyrir að ræna og rupla mannorði mínu og ljúga því að ég hefði jafnvel minna atgervi en hinn dæmigerði vinstrimaður.“

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.