fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Ketill tekur stjúpbörnin á pabbahelgum: Faðir 4 barna – „Óskiljanlegt þegar feður vilja ekki sjá börnin sín“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 15. febrúar 2017 21:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Eins og mér finnst hræðilegt þegar feður mega ekki sjá börnin sín, þá finnst mér það óskiljanlegt þegar þeir vilja það ekki,“

segir Ketill Sigurður Jóelsson. Hann er þrítugur, búsettur fyrir norðan þar sem hann nemur viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Hann er einstæður faðir og á fjögur börn, tvö þeirra stjúpbörn. Þó svo að Ketill og barnsmóðir hans hafi ákveðið að skilja árið 2014 tekur Ketill stjúpbörnin til sín á pabbahelgum sem og á öðrum dögum og hefur einnig barist fyrir því að þau hitti blóðföður sinn.

Áberandi umræða

Umræða um stjúpbörn hefur verið nokkur þessa vikuna og hófst með frásögn Aðalheiðar Ósk Þorsteinsdóttur sem ritaði pistil á Bleikt og hrósaði Glódísi Öldu Baldursdóttur sem einu sinni í mánuði er með tvö barna hennar svo þau geti umgengist systkini sitt. DV birti svo frásögn Glódísar sem tekur börn fyrrverandi sambýlismanns til sín á helgum þrátt fyrir að þau séu skilinn fyrir margt löngu og hann fluttur út.

Spark í rassinn

Grindavik.net vekur athygli á frásögn Ketils sem hann birti fyrir á Facebook. Ketill á tvö börn með tveimur konum. Seinni barnsmóðir hans átti tvö börn þegar þau byrjuðu að búa saman. Ól Ketill þau upp sem sín eigin í þrjú ár. Fara stjúpbörnin reglulega til hans þó að þau séu skilin. Ketill segir:

„Árið 2008 fékk ég ágætis spark í rassinn, ég eignaðist son,“ segir Ketill og bætir við að á árunum 2007 til 2009 hafi hann elst um tíu ár andlega.

„Hann er alveg að verða 9 ára, orðinn algjör gaur og svo virðist sem hann eigi við sama vandamál og ég að stríða þau tíu ár sem ég var í grunnskóla, eitthvað með að þykja gott að standa upp og skoða sig um og spjalla. Elsku sonur, ég kann ekki lausnina svo mamma þín verður að sjá um það eins og svo margt annað.“

„Árið 2008 fékk ég ágætis spark í rassinn, ég eignaðist son“

Átið 2011 kynntist Ketill konu sem átti eins og áður segir tvö börn.

„Ekkert óeðlilegt við það en það sem mér þótti skrítið var að þau fóru ekki í pabbahelgar. Fljótt komst ég að ástæðunni og varð það að verkefni mínu eins og annara í þessari nýju fjölskyldu að lækna sárin og höfnunina vegna þessa. Svona ári áður en ég kom til sögunnar hafði faðirinn beðið um að þurfa ekki að taka stelpuna, líka fædd 2008, sem þá var 2 ára. Hverjar ástæðurnar voru er seint hægt að vita nákvæmlega en hann átti nýja konu og nokkur fósturbörn svo það er alveg líkleg ástæða þó hún sé léleg og ég viti í raun ekki hvort það tengist.“

Segir Ketill að börnin hafi ekki hitt föður sinn nema einu sinni til tvisvar á ári næstu tvö árin.

„Við létum vita þegar krakkarnir voru í sama bæjarfélagi og faðirinn en það gerðist lítið. Strákurinn, fæddur 2003 lenti oftar í því að vita af því að karlinn ætlaði á kíkja á íþróttamót eða það stóð til hittingur og svo sást hann ekki. Fljótt varð öll svona skipulagning gerð í laumi til þess að hlífa krökkunum og sleppa við höfnun sem kom þegar það tókst ekki.

Það var mikið reynt, þau fóru yfir áramót einu sinni og var skilað nokkrum dögum á undan áætlun. Þau hittust hérna á Akureyri og fóru í sund, fengu ís og þannig. Sýslumaður reyndi að hjálpa, við reyndum virkilega.“

Eignast dóttur

Ketill kveðst hafa gengið börnunum í föðurstað. Árið 2013 eignaðist hann svo dóttur ásamt þáverandi sambýliskonu.

„Hún er þarna mætt og er hálfsystir sonar míns og fósturbarna minna. Áfram heldur lífið, við reynum að búa til samskipti við föður krakkana. Stingum upp á hlutum, hvetjum til Skype-samtala og lengi mætti áfram telja. Lítið sem ekkert gerðist.

Skólayfirvöld, sálfræðingar, geðlæknar, fjölskylduráðgjafar og sýslumaður hjálpuðu okkur að finna lausnir, gefa ráð og reyna að verja börnin fyrir fylgikvillum svona aðstæðna en samt finna út úr þessu.“

Leiðir skilja

Fyrir þremur árum ákvað Ketill og barnsmóðir hans að skilja. Segir Ketill að hann hafi ákveðið að tryggja að börnin fjögur myndu þekkja hvort annað,

„Og alast upp sem systkini sama hvað blóð þeirra segir til um. Frá þessari stundu hef ég fengið til mín 4 börn í einu í pabbahelgar, heimsóknir og pabbadaga.“

Ketill heldur áfram:

„Vorið 2015 byrjuðu umræður að nýju við föður krakkana. Ég og barnsmóðir mín ákváðum að við myndum láta eftir eina helgi í mánuði til skiptis þannig að krakkarnir gætu hitt manninn 1 sinni í mánuði að minnsta kosti. Ég hef oft verið í samskiptum við hann svo ég sting upp á þessu og býðst til þess að keyra krakkana til hans út á land, en hann bjó áður á höfuðborgarsvæðinu, finna mér stað til að vera yfir helgina og taka þau með mér til baka. Þá stingur hann upp á því að þetta verði frekar skipulagt og gert í gegnum sýslumann þar sem hann fer fram á umgengni. Það er síðan gert. Fjölskylduráðgjafi tekur viðtöl við alla og stungið upp á sátt sem var hafnað af föður og þá fór þetta í úrskurð þar sem þetta er bara ákveðið.“

Frá þessari stundu hef ég fengið til mín 4 börn í einu í pabbahelgar, heimsóknir og pabbadaga.

Segir Ketill að frá og með hausti 2016 hefði átt að vera fast form á heimsóknum en ekkert hafi gerst.

„Eins og mér finnst hræðilegt þegar feður mega ekki sjá börnin sín þá finnst mér það óskiljanlegt þegar þeir vilja það ekki,“ segir Ketill.

„Síðan er ótrúlegt hversu þolinmóð og þrautseig móðir barnanna hefur verið í gegnum þetta allt. Því þetta er ekki auðvelt og hún hefur verið alveg ótrúleg.

Ketill bætir við að lokum:

„Þetta er ekki leyndarmál og ég vil bara að fólk sem veltir þessari stöðu minni fyrir sér viti hvernig þetta kom til. Ég græddi bara 2 auka börn og er þannig ríkari en ella!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar

Helsta ráð eftirsóttu karlkyns klámstjörnunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana

Einkaþjálfari tekinn á teppið fyrir framkomu sína – Birti sjálf myndbandið sem kom upp um hana